Laugardagur, 20. maí 2017
Gott að sjávarútvegurinn svari fyrir sig
Íslensk umræða á það til að vera einhliða. Kannski er það vegna þess að fjölmiðlafólk er upp til hópa vinstrisinnað og telur ekki ástæðu til að fjalla um önnur sjónarmið en þau sem samrýmast þeirra eigin.
Sjávarútvegurinn hefur orðið nokkuð fyrir barðinu á þessari einhliða umfjöllun. Hann virðist þó vera byrjaður að svara fyrir sig, sérstaklega eftir að SFS réð til sín nýjan framkvæmdastjóra. Það er gott. Umræðan þarf að vera í jafnvægi. Blaðamenn eiga ekki að fá að stjórna henni.
Sjávarútvegurinn er samt ekki eini boxpúðinn sem vinstrimenn lemja á. Allur hinn frjálsi markaður er bitbein vinstrisinnaðra fjölmiðlamanna. Allir sem skila hagnaði eru tortryggðir. Þeir sem tapa fé skattgreiðenda eru lofaðir. Sem betur fer heldur atvinnulífið úti ýmsum samtökum sem tala máli frjálsra fyrirtækja. Að vísu tala þau gjarnan út frá sínum þröngu hagsmunum. Samtök ferðaþjónustuaðila tala t.d. ekki fyrir almennum skattalækkunum - bara áframhaldi á sínum eigin undanþágum. Vonandi munu hin ýmsu samtök bráðum átta sig á því að hagsmunir þeirra eru þeir sömu - að á Íslandi sé hófsamt ríkisvald sem skattleggur lítið og framfylgir fáum en gegnsæjum reglum, og setur fáar hindranir á viðskipti við útlönd.
Eins og nýleg dæmi sanna þá er alltaf hætta á því að yfirvöld misnoti völd sín. Þau þarf því að takmarka. Og á meðan þau eru mikil þarf samt að veita aðhald - mikið og hávært aðhald, en um leið málefnalegt og yfirvegað.
Misskilningur um fiskveiðilög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.