Mánudagur, 15. maí 2017
Lækkun skatta borgar sig
Skattalöggjöfin er orðin svo flókin að yfirvöld treysta á stolin gögn frá útlöndum til að hafa eftirlit með skattgreiðslum einstaklinga og fyrirtækja.
Hefur engum dottið í hug að í staðinn mætti einfalda skattkerfið og lækka skatta?
Íslendingar komast ekki hjá því að leyfa fólki og fyrirtækjum að geyma fé erlendis. Slíkt er einfaldlega hluti af því að tilheyra alþjóðlegu hagkerfi. Íslendingar vilja geta fjárfest erlendis og vilja vonandi að útlendingar geti fjárfest á Íslandi.
Um leið þarf Ísland að vera aðlaðandi fyrir alþjóðlegar fjárfestingar. Maður sem græðir milljarð á Íslandi vill vonandi nýta þann milljarð á hagkvæman hátt, t.d. í fjárfestingar og þá helst á Íslandi. Það er allra hagur að honum finnist Ísland vera aðlaðandi kostur. Háir skattar ýta ekki undir slíkt viðhorf. Flókið skattkerfi opnar á löglegar leiðir til að koma fé úr landi, sem um leið verður ekki aðgengilegt til fjárfestinga á Íslandi.
Þegar skattalöggjöfin er orðin jafnflókin og raunin er, og skattarnir jafnháir og þeir eru, þá borgar sig að lækka skatta og einfalda skattalöggjöfina. Yfirvöld þurfa þá væntanlega ekki að treysta á stolin gögn frá útlöndum til að rækja hlutverk sitt því skattarnir streyma inn í gegnum gegnsætt og hófsamt skattkerfið.
Kaup á skattagögnum þegar borgað sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig grunar:
Yfirvaldinu er til hagsbóta að hafa kerfið mjög flókið, því þá geta einstaklingar innan kerfisins alltaf komið sér og sínum í vinnu innan þess, án vandræða.
Það að þetta gengur ekki upp til lengdar er "ekki þeirra vandamál." Fyrr en það verður það.
Kerfið er ekkert fyrir okkur fólkið, þó þú og aðrir virðist halda það. Kerfið er fyrir þá sem vinna við kerfið, afkomendur þeirra og vini.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.5.2017 kl. 16:56
Hvað er svona flókið við kerfið? Allir fá sömu upphæð skattfrjálst og síðan eru skattþrep sem allir njóta. Ég treysti mér til að reikna skatta fyrir hvern sem er á fáeinum mínútum.
Breytingartillögur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar eru hins vegar flóknari enda fer persónuafsláttur eftir tekjum. Og að sjálfsögðu koma breytingarnar einkum hinum tekjuhærri til góða eins og alltaf þegar Sjálfstæðisflokkurinn leggur til breytingar.
Með alla innviði svelta þarf að hækka skatta en ekki lækka. Þar er eftir miklu að slægjast hjá stóreignamönnum, tekjuháum, erlendum ferðamönnum og þeim sem hafa afnot af auðlindum þjóðarinnar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 15.5.2017 kl. 22:31
Ásgrímur,
Auðvitað er kerfið flókið af yfirlögðu ráði. Með því móti má ónáða alla sem raska sálarró kerfisins og í mörgum tilfellum sakfella fyrir eitthvað.
Ásmundur,
Að þú stingir upp á skattahækkunum og auknu flækjustigi í skattkerfinu til að laga eitthvað vandamál kemur mér ekki á óvart.
Geir Ágústsson, 16.5.2017 kl. 06:30
Geir, það kemur mér heldur ekki á óvart enda ertu alls ekki lausnamiðaður frekar en flestir aðrir sjálfstæðismenn.
Þeir láta sér í léttu rúmi liggja yfirvofandi hrun innviðanna ef það er ekki það sem þeir beinlínis stefna að. Þannig verður hægt að einkavæða á öllum sviðum.
Að einkavæðing leiðir til verri og dýrari þjónustu fyrir almenning er ekki þeirra vandamál. Það sem skiptir þá máli er að auðmenn fá tækifæri til að græða enn meira.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.5.2017 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.