Sunnudagur, 19. mars 2017
Kostar 0 kr. að sleppa því að skrá sig
Löggjöfin á það til að vera úr tengslum við raunveruleikann. Gott dæmi er þetta:
Það kostar alls 77.560 krónur að fá leyfi til að leigja út heimili sitt á síðum á borð við Airbnb í skemmri tíma en níutíu daga á ári. Sá sem ætlar að leigja út heimili sitt á löglegan hátt á meðan hann er til dæmis sjálfur erlendis þarf fyrst að greiða þetta gjald.
Enginn nennir að standa í þessu. Fyrir utan umstangið við að skrá sig og fá alla pappíra er víst engin leið að borga rétta skatta af leigutekjunum. Flestir sleppa þessu því og leigja bara út án pappírsvinnunnar.
Það er ekkert sjálfsagðara en að leigja út húsnæði sitt eða hluta af því og gera það eins mikið og lengi og hver og einn vill. Allar hindranir á slíku eru ólíðandi inngrip í líf fólks.
Airbnb er búið að gera stórkostlega hluti fyrir íslenskt hagkerfi. Ekki hefur þurft að byggja hótel til að mæta allri eftirspurninni eftir gistirými. Ferðamenn moka gjaldeyri til landsins. Aukaherbergi hafa verið tæmd og þeim komið í notkun. Húsnæði sem stendur tómt á meðan heimilisfólkið er á ferðalagi er betur nýtt og að auki varið fyrir innbrotsþjófum og vatnslekum og öðru sem getur átt sér stað fyrirvaralaust.
Kæri löggjafi, dragðu krumlurnar á þér út úr þessum markaði.
Kostar 77.560 að skrá heimagistingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú gleymir eignarrétti nágrannana. Verðmætið minnkar ef mikið túristaónæði er í kring. Fyrir svo utan að lífsæðin minnka af þessu sama ónæði. Þess vegna eru settar reglur um hvar slík starfsemi eigi að vera og hvar ekki. Rétt eins og þú mátt ekki setja upp bifreiðaverkstæði í bílskúrnum hjá þér, nágrannarnir keyptu í þeirri trú að þeir væru að kaupa húsnæði í íbúðahverfi en ekki inðnaðarhverfi eða við hliðina á hóteli.
Flestir frjálshyggjumenn sem ég hef hitt hafa eignarréttinn í hávegum, en þú?
ls (IP-tala skráð) 20.3.2017 kl. 08:12
Þetta er auðvitað gild röksemd en á ekki að koma löggjafanum við. Húsfélög sjá um að setja reglur fyrir stigauppganga og annað. Þar er oft kveðið á um að ekki megi bora í veggi eftir kl. 22 á kvöldin eða halda partý nema með samþykki allra á stigaganginum. Ein setning í viðbót gæti dugað í flestum tilvikum til að sætta alla.
Svo má alveg snúa þessu við og hugsa sér að verðmæti húsnæðis aukist af því það er vinsælt til útlegu. Ekki sitja allir við sama borð og ein lög fyrir alla geta bara mismunað sumum á kostnað annarra.
Að kaupa eitthvað í "góðri trú" dugir þér sjaldnast vel. Hvað ef nágranninn er hrifinn af Metallica og kaupir sér nýja hátalara? Nei hér þurfa menn að vita hvaða umgengnisreglur fólk á ákveðnu svæði hefur sett sér. Og menn geta ekki alltaf bara treyst á lög og reglur. Stundum þarf að eiga samskipti við fólk og ná málamiðlun.
Að smella löggjafastimplinum á eitthvað er engin ávísun á að allir séu sáttir.
Geir Ágústsson, 20.3.2017 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.