Vilja Íslendingar ekki gefa norrænu leiðinni tækifæri?

Í ríkjum eins og Danmörku eru fjölmargir aðilar í heilbrigðisþjónustu, frá sjálfstætt starfandi læknum til heilu sjúkrahúsanna í einkaeigu. Allir eru vissulega með einhvers konar samninga við hið opinbera og tryggingafélög en neytendur njóta þess að eiga val. Heilbrigðisþjónusta er samkeppnisrekstur.  

Atvinnurekandi minn býður mér t.d. upp á heilbrigðistryggingu sem gerir það að verkum að ég kemst í alla nauðsynlega meðhöndlun um leið og hennar gerist þörf. Sé biðin hjá hinu opinbera of löng er mér hjálpað til að komast í meðhöndlun hjá einkareknum aðila í heilbrigðisþjónustu. Álagið á hið opinbera minnkar og ég fæ nauðsynlega þjónustu strax.

Fyrir svolítinn aukapening get ég látið þessa heilbrigðistryggingu ná til allra á heimili mínu. 

Þetta er hið norræna fyrirkomulag í heilbrigðisþjónustu.

Á Íslandi er talið nauðsynlegra að allir fái jafnlélega þjónustu en talið mikilvægara að svo sé en að meiri þjónusta sé í boði. Það er hið sovéska fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu.

Er ekki kominn tími til að skoða hið norræna fyrirkomulag á Íslandi? 


mbl.is Þúsundir sjúklinga eru enn á biðlistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það eru tveir möguleikar:

1: fólk veit ekki hver "norræna leiðin er" (margir vita þetta ekki, hef ég rekið mig á.)

2: Nei.  Og ekki þó þeir vissu.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.3.2017 kl. 18:01

2 identicon

Sko, "norræna leiðin".  Svíþjóð, er ekki lengur fyrir Svía ... eins og best kemur fram í EuroVision.  Svo "norræna leiðin", er að svíkja eigið fólk.

Þú lætur almenning borga í gegnum skatta álagningu, fyrir gatnagerð, síma lagningu ... síðan gefur þú þetta, fyrir skít og kanil í eigu einhvers lúsablesans.  Sem síðan hagnast á tá og fingri, á að láta almenning borga fyrir notkun á eignum sínum.

Heilbrigðis kerfið ... ég eyðilegaði bakið á mér, á að lyfta trjá stokkum.  Lá rúmfastur á annan mánuð.  Hjá lækninum, fékk ég að heira að allt var í lagi með mig, ég ætti ekki rétt á aðgerð því það væru svo margar konur með mklu meiri verk en ég.

Enga hjálp.

Konan mín, gat varla notað hendina á sér í nokkra mánuði ...

Engin hjálp.

Norræna leiðin = Landráð, og svik gegn eigin fólki.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 04:52

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er búinn að fara nokkrum sinnum í segulómun hjá Domus medica og farið í tölvusneiðmyndatöku hjá Læknasetrinu í Mjódd. Báðar eru þessar stofur einkareknar, en myndatökurnar eru reknar af þriðja fyrirtæki sem heitir Röntgen domus.

Heilsugæslustöðin mín er líka einkarekin.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2017 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband