Ríksvald í frétta- og afþreyingarframleiðslu

Hjá RÚV framleiða menn fréttir og afþreyingu.

Fréttirnar endurspegla að miklu leyti skoðanir starfsmanna RÚV, eins og gengur og gerist. Fólk er fólk og viðhorf fólks, skoðanir þess og persónuleiki smitast yfir á vinnu þess. Það verður ekki umflúið.

Þess vegna á að selja RÚV og dreifa fréttamönnum RÚV á frjálsa fjölmiðla, sem keppast sín á milli um að framleiða fréttir frá ýmsum sjónarhornum sem neytendur frétta geta tekið afstöðu til. Enginn getur tekið afstöðu til frétta RÚV því þær eru fluttar hvort sem menn vilja það eða ekki. RÚV er gjallarhorn starfsmanna RÚV og enginn getur flúið, frekar en fréttir yfirvalda í Norður-Kóreu. 

Afþreyingin sem er framleidd á RÚV er eins og hver önnur afþreying sem reynir að laða til sín viðskiptavini og auglýsendur. Ef 10 manns horfa á þátt þarf RÚV að leggja hann niður, rétt eins og Stöð 2 og aðrir miðlar. Markaðslögmálin ráða því algjörlega hvaða afþreying er framleidd á RÚV. Skattfé á ekki að nota til að framleiða afþreyingu. Miklu nær væri að nýta það í annan ríkisrekstur, en helst ætti auðvitað að lækka skatta. 

Þess vegna á að selja RÚV. 

RÚV skilaði ekki hagnaði. RÚV tapaði bara minna af fé skattgreiðenda en áætlað var. 


mbl.is RÚV hagnast um 1.429 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband