Eru menn að ruglast á orsökum og afleiðingum?

Nú á að kenna Airbnb um hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er það rétt. Kannski leiðir útleiga á íbúðum til ferðamanna til hækkunar á húsnæðisverði. En kannski eru menn að ruglast á orsökum og afleiðingum.

Það er ljóst að eftirspurn eftir gistirými í Reykjavík er meiri en framboð á hótelherbergjum.

Ferðamenn hafa því tvo kosti: Að sleppa því að koma til Reykjavíkur, eða leigja út íbúðir/herbergi í einkaeigu. Tíma menn að því að missa af tekjunum vegna ferðamannanna? Hvað segja litlir verslunareigendur í miðbænum við því?

Það er ljóst að ef hótelin ættu að anna eftirspurn þyrftu þau að byggja miklu, miklu meira. Slíkt gæti endað í offjárfestingm. Útleiga á íbúðum og herbergjum er því að draga úr þrýstingi á aukna hóteluppbyggingu. Því fagna sjálfsagt margir.

Það er líka ljóst að eftirspurn eftir húsnæði almennt í Reykjavík er meiri en framboðið. Borgaryfirvöld hafa rekið markvissa stefnu í þessa áttina. Þau stunda stórkostlegt lóðabrask, meðal annars á kostnað flugsamgangna á Íslandi. Er engin sök þar?

Það ætti líka að vera svo að á meðan menn mega kaupa húsnæði og eiga húsnæði þá eiga menn að fá að leigja út húsnæði. Það á ekki að vera hægt að leyfa sumt en banna annað í þessu samhengi.

Margir sem leigja út til Airbnb eru sennilega með athvarf annars staðar. Varla búa þeir á götunni. Menn fá því bæði ferðamenn til Reykjavíkur þar sem þeir eyða fé og neytendur sem búa annars staðar og eyða fé. Tvöfaldur ávinningur?

Menn gleyma því svo stundum að hækkandi verðlag sendir skilaboð: Skilaboð um að byggja eða flytja eða fjárfesta. 

Ísland er orðinn vinsæll áfangastaður fyrir ferðamann. Það tekur tíma að búa í haginn fyrir þá. Með því að leyfa einkaaðilum að stunda frjáls viðskipti er verið að senda skilaboð eins hratt og hægt er til viðeigandi aðila. Ef menn ætla sér að fikta við skilaboð verðlagsins búa menn bara til vandræði fyrir alla til lengri tíma. 


mbl.is Airbnb hækkar íbúðaverð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annað hvort gerir þú þér ekki grein fyrir, eða kýst að líta alveg framhjá því, að megnið af þessari AirBnb útleigu er ólögleg. Með því að gefa hana ekki upp til skatts er ávinningurinn af henni meiri en af löglegri leigu til íbúa landsins. Þess vegna eru íbúarnir í lakari samkeppnisstöðu við ferðamennina, því lögleg starfsemi getur aldrei keppt við ólöglega.

Það er hinsvegar rétt hjá þér að menn rugla gjarnan með það hver orsökin á húsnæðisvandanum er. Hún er ekki skortur á íbúðarhúsnæði, því er nóg til af fyrir raunverulega íbúa landsins. Heldur er um að kenna lögleysu og vanrækslu stjórnvalda á að framfylgja lögum og standa vörð um hagsmuni borgaranna. Annars vegar með því að loka ekki ólöglegri gististarfsemi þar sem hún er stunduð í íbúðarhúsnæði. Hins vegar með því að hjálpa ekki fjölskyldum landsins að verjast því að vera gerð heimilislaus í tugþúsundatali frá fjármálahruninu af óbilgjörnum kennitöluflakkandi fjármálafyrirtækjum og ríkisstofnuninni Íbúðalánasjóði, heldur þvert á móti að beinlínis siga sýslumönnum landsins á þetta saklausa fólk og hrekja það út á leigumarkaðinn (eða jafnvel á götuna) meðan heimili þeirra hafa verið færð í hendurnar á hrægömmum sem leigja þau svo út á okurverði.

Það voru bankarnir sem fóru á hausinn árið 2008. Ekki almenningur.

Glæpastarfsemi hefur verið stunduð af bönkunum. Ekki almenningi.

Stjórnvöld hjálpuðu bönkunum aftur á lappirnar. Ekki almenningi.

ÞAÐ er hin raunverulega orsök vandans!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2017 kl. 19:25

2 identicon

Skemmtileg lesning. Held að Geir hafi margt til síns máls.

Guðmundur kemur með gífuryrði og byrjar að tala um að menn gefi ekki upp til skatts. Ég er klár á því að margir gefa sínar leigutekjur upp til skatts og þar á meðal ég. Hef engan hag á því að svíkjan undan skatti. Ég tek hins vegar þátt í deilihagkerfinu og skammast mín ekkert við það.

Þú gleymir GÁ að hingað hafa sópast þúsundir verkamanna sem að taka líka mikið magn af íbúðum, sennilega leigja 2 og 3 saman íbúð og yfirbjóða Íslendinga á markaðnum. Er ekki viss um að bann við leigu Airbnb muni lækka leiguverð en sennilega mun markaðurinn leita jafnvægis en ruðningsáhrifin á þjónustu og verslun verður margfaldur og margur missir spón úr aski. Kommúnistarnir horfa allta á það að einhver græðir en sjá ekki heildarmyndina þ.e. ruðningsáhrifin þar sem að margur hefur tekjur af auknum ferðamannastraum.

Hverjir eru raunverulegir íbúar landsins? Fólki er að fjölga og svo hefur landið fyllst af farandverkamönnum sem eru niðurgreiddir eða fá ekki rétt laun. Væri ekki nær að taka á þeim vanda GÁ?

Hvað veit GÁ um það að eiga við Sýslumanninn í Reykjavík til þess að fá leyfi og greiða fyrir það opinber gjöld en fá yfir sig skít og hroka og óstarfhætt kerfi til þess að taka á málum, þ.e. heilbrigðis og brunaeftirlit. Dæmigerður málflutningur þess sem að veit ekkert um það hvernig þessi lög hafa verið en þau hafa skapað meiri vanda því það er ekki verið að auðvelda fólki að gera hlutina rétt.

Auðvitað er það kolröng stefna að henda fólki út úr tímabundnu húsnæði þ.e. atvinnuhúsnæði. Leiguverð er ekki komið til þess að lækka í miðborg Rvk eða á vinsælum svæðum, hún á eftir að hækka enda hefur íbúðaverð rokið upp og kostnaður við rekstur þess hefur margfaldast á liðnum árum. Þar fara vinir þínir í Rvk borg framalarlega í flokki.

Kommúnískar aðgerðir þar sem að banna á fólki að ráðstafa eignum sínum leiðir til hnignunar og stöðnunar til lengri tíma litið. Það þarf að byggja meira og skoða að lífeyrissjóðir séu ekki að lána til einokunarfélaga á markaði. Ég þurfti að spara fyrir minni íbúð og leggja til hliðar í 10 ár í dag er enginn sem gerir það. Peningarnir eiga að koma og það strax. Tímarnir eru breyttir nafni og deilihagkerfið er komið til þess að vera.

Eigum við kannski að kenna Iceland Air og Wow um þessi vandamál að auka svona mikið framboðið og Isavia með það að stækka flugvöllinn? Velti því fyrir hvað sé orsök og hvað afleiðing?

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 14:44

3 identicon

Skemmtileg lesning. Held að Geir hafi margt til síns máls.

Guðmundur kemur með gífuryrði og byrjar að tala um að menn gefi ekki upp til skatts. Ég er klár á því að margir gefa sínar leigutekjur upp til skatts og þar á meðal ég. Hef engan hag á því að svíkjan undan skatti. Ég tek hins vegar þátt í deilihagkerfinu og skammast mín ekkert við það.

Þú gleymir GÁ að hingað hafa sópast þúsundir verkamanna sem að taka líka mikið magn af íbúðum, sennilega leigja 2 og 3 saman íbúð og yfirbjóða Íslendinga á markaðnum. Er ekki viss um að bann við leigu Airbnb muni lækka leiguverð en sennilega mun markaðurinn leita jafnvægis en ruðningsáhrifin á þjónustu og verslun verður margfaldur og margur missir spón úr aski. Kommúnistarnir horfa allta á það að einhver græðir en sjá ekki heildarmyndina þ.e. ruðningsáhrifin þar sem að margur hefur tekjur af auknum ferðamannastraum.

Hverjir eru raunverulegir íbúar landsins? Fólki er að fjölga og svo hefur landið fyllst af farandverkamönnum sem eru niðurgreiddir eða fá ekki rétt laun. Væri ekki nær að taka á þeim vanda GÁ?

Hvað veit GÁ um það að eiga við Sýslumanninn í Reykjavík til þess að fá leyfi og greiða fyrir það opinber gjöld en fá yfir sig skít og hroka og óstarfhætt kerfi til þess að taka á málum, þ.e. heilbrigðis og brunaeftirlit. Dæmigerður málflutningur þess sem að veit ekkert um það hvernig þessi lög hafa verið en þau hafa skapað meiri vanda því það er ekki verið að auðvelda fólki að gera hlutina rétt.

Auðvitað er það kolröng stefna að henda fólki út úr tímabundnu húsnæði þ.e. atvinnuhúsnæði. Leiguverð er ekki komið til þess að lækka í miðborg Rvk eða á vinsælum svæðum, hún á eftir að hækka enda hefur íbúðaverð rokið upp og kostnaður við rekstur þess hefur margfaldast á liðnum árum. Þar fara vinir þínir í Rvk borg framalarlega í flokki.

Kommúnískar aðgerðir þar sem að banna á fólki að ráðstafa eignum sínum leiðir til hnignunar og stöðnunar til lengri tíma litið. Það þarf að byggja meira og skoða að lífeyrissjóðir séu ekki að lána til einokunarfélaga á markaði. Ég þurfti að spara fyrir minni íbúð og leggja til hliðar í 10 ár í dag er enginn sem gerir það. Peningarnir eiga að koma og það strax. Tímarnir eru breyttir nafni og deilihagkerfið er komið til þess að vera.

Eigum við kannski að kenna Iceland Air og Wow um þessi vandamál að auka svona mikið framboðið og Isavia með það að stækka flugvöllinn? Velti því fyrir hvað sé orsök og hvað afleiðing?

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 14:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Langtímaleiga hagstæðari en Airbnb - mbl.is

"Miðað við laus­lega út­reikn­inga KPMG og upp­lýs­ing­ar um fjölda skráðrar og óskráðrar gist­ing­ar virðist ljóst að aðeins sé gerð grein fyr­ir litl­um hluta af þess­ari starf­semi í skatt­skil­um ein­stak­linga. Miðað við laus­legt mat á um­fangi þessa rekstr­ar má færa rök fyr­ir því að ár­legt tekjutap rík­is og sveit­ar­fé­laga vegna óskráðrar gistiþjón­ustu geti verið hátt í sex millj­arðar króna sam­kvæmt út­reikn­ing­um KPMG."

Þessi greining KPMG staðfestir það sem ég sagði í fyrri athugasemd, að eina ástæðan fyrir því að sumir sjá sér hag í því að leigja í gegnum AirBnb er að þeir gefa tekjurnar ekki upp til skatts. Ef þeir myndu hins vegar standa löglega að þessu væri það ekki samkeppnishæft því þá yrði hagstæðara að leigja sama húsnæði út til langs tíma til íbúðarafnota heldur en að misnota það undir svarta atvinnustarfsemi.

Þetta eru engin gífuryrði heldur staðreyndir.

Lögleg starfsemi getur ekki keppt við ólöglega.

Ferðamenn eiga að gista á löglegum gististöðum.

Íbúðarhúsnæði á að vera fyrir löglega íbúa.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2017 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband