Ríkið gefi íbúum veginn

Ríkisvaldið getur gert hvað sem það vill við það sem það á. Það getur ákveðið að dæla fé í eitthvað eða loka á alla fjármögnun. Það getur sinnt viðhaldi eða sleppt því. Ákvarðanir um slíkt eru teknar í Reykjavík, með notkun Excel-skjala og minnisblaða. 

Íbúar í Berufirði finna núna fyrir þessu. 

Ríkisvaldið ætti hreinlega að játa uppgjöf, gefa íbúum svæðisins veginn í gegnum einhvers konar hlutafélag og hætta síðan afskiptum af honum alveg, vitaskuld gegn skattalækkunum á bíla og eldsneyti. Ríkisvaldið gæti svo haldið uppteknum hætti fyrir aðra vegspotta og hratt og örugglega komið þeim öllum úr eigu sinni og þar með verkefnalista.

Ákvarðanir um vegauppbyggingu færast þannig frá stjórnmálamönnum með hugann við næstu kosningar (hvað eru mörg atkvæði í Berufirði?) og til aðila sem hafa hagsmuna að gæta, raunverulegra hagsmuna.

Friðsæl lausn með marga kosti! Er eftir einhverju að bíða? 


mbl.is „Það eru allir sótbrjálaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband