Dæmi um störf sem tæknin útrýmdi (að mestu leyti)

Tæknin útrýmir störfum nánast daglega og það er engin ástæða til að kvíða því sérstaklega nema maður sé auðvitað sjálfur að sjá fram á alla sína menntun, þjálfun og reynslu gufa upp í sögubækurnar. Flestir geta samt brugðist við breytingum með einhverjum ráðum.

Nú er talað um að tæknin muni útrýma hinum og þessum störfum en rifjum upp nokkur störf sem tæknin er nú þegar búin að útrýma nánast að öllu leyti.

Hestvagnasmiðir hafa lítið að gera nú til dags. Einhverjir finnast samt sennilega sem smíða gripi fyrir söfn eða sérstakar sögusýningar.

Gufuvélasmiðir eru orðnir fátíðir á okkar tímum. Þeir höfðu nóg að gera á sínum tíma en aðrir hafa tekið við vélasmíðinni og vélarnar nota annað eldsneyti.

Í gömlum tölvum - þær sem fylltu heilu skrifstofurnar af vélbúnaði en gátu voðalega lítið miðað við tölvur og síma nútímans - voru notaðir ýmsir hlutir sem eru ekki notaðir í tölvur lengur. Þeir sem framleiddu þá hafa fyrir löngu snúið sér að einhverju öðru.

Öll þessi störf eru horfin en það er gott. Í staðinn eru komin önnur störf sem framleiða fleiri verðmæti. Þetta er sú þróun sem á sér enn stað og við eigum að fagna. Í þeim ríkjum þar sem yfirvöld ríghalda í úrelta framleiðsluhætti eru lífskjör að batna hægar en í þeim sem stökkva af fullum þunga á vagninn sem dregur framtíðina áfram. 

 


mbl.is 5 atvinnugreinar sem tæknin ógnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pitsasendlar, póstburðarfólk,leigubílstjórar, flugumferðarstjórar,flugmenn, skipstjórar, afgreiðslufólk á kössum í verslunum, heimilislæknar, kennarar, þetta eru örfá dæmi um starfsgreinar þar sem umtalsverð fækkun mun eiga sér stað eða jafnvel að einhverjar stéttir hverfi alveg. Í framtíðinni mun stór hluti almennings verða án atvinnu og reiða sig á afþreyjingu til að komast í gegnum daginn. Þá verður komið upp einhvers konar fjárhagslegu stuðningskerfi þar sem allir fá greidda fasta lágmarksupphæð til að lifa lífinu og verður hún óháð því hvort menn vinni fyrir launum eða ekki.

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 23:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vonum að þessi spádómur rætist ekki núna frekar en í hin skiptin sem hann hefur verið sagður! 

Vonum að nýjar stéttir verði þess í stað til.

Geir Ágústsson, 28.12.2016 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband