Sunnudagur, 25. desember 2016
Heimurinn orðinn öruggari og betri
Margir virðast fá eitthvað út úr því að tala niður ástand heimsins. Þótt auðvitað sé alltaf hollt að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda, líða skort eða búa við óöryggi þá er almenna heimsmyndin sú að flest er verða betra og öruggara. Líf fólks eru að lengjast, lífsgæði þess að batna og átök og stríð á undanhaldi í flestum heimshlutum. Þetta má meðal annars sjá á þessari síðu eða þessa.
Þetta er að mínu mati gleðilegt að hugleiða á þessum árstíma þar sem margir heimshlutar fagna hátíð af einhverju tagi, frá hátíð hækkandi sólar til fæðingardags Jesú Krists til einhvers annars, gjarnan í félagsskap sinna nánustu.
Gleðileg jól kæru lesendur.
Heimurinn orðinn hræddari og klofnari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heimurinn er alltaf að batna og alltaf að versna samtímis,fer bara eftir því hvert er horft.gleðileg jól
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 00:03
Gleðileg jól.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.