Föstudagur, 23. desember 2016
Útgjöld ríkisins þenjast út
Þingið hefur samþykkt fjárlög. Það er gott. Útgjöld ríksins eru í hæstu hæðum. Það er slæmt.
Engin grundvallarbreyting hefur verið gerð á neinu síðan hið opinbera var útþanið og óð í skatttekjum fyrir hrun. Ríkisvaldið gefur ennþá út gjaldmiðil, bankarnir eru ennþá með bæði belti og axlarbönd og ætlaða ábyrgð skattgreiðenda af starfsemi sinni, vega-, heilbrigðis- og menntakerfið er ennþá rekið í sovéskum stíl ríkiseinokunar og svona mætti lengi telja.
Um leið berjast sumir fyrir enn meiri ríkisútgjöldum og hærri sköttum.
Vonandi framlengir forseti Alþingis leyfi þingsins fram að sumarfríi þess.
Fjárlög samþykkt af minnihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.