Miðvikudagur, 21. desember 2016
Hvað gera íslenskur landeigendur erlendis?
Óttinn við erlent eignarhald einkaaðila að jörðum á Íslandi er óþarfur. Einkaaðilar vilja ávaxta fé sitt og gera það með því að fara vel með fjárfestingar sínar.
Erlent eignarhald opinberra aðila er önnur saga. Við slík kaup eyða sumir fé annarra og hætt við að áherslan á ávöxtun og varðveitingu eigna víki fyrir öðrum sjónarmiðum.
Íslendingar hljóta að þekkja þetta á eigin skinni. Á enginn Íslendingur jörð erlendis? Sumarhús í Danmörku? Einbýlishús í Þýskalandi? Landspildu í Bandaríkjunum? Hvernig fara þessir Íslendingar með eigur sínar? Ég man ekki eftir að neinn hafi kvartað undan íslensku eignarhaldi erlendis. Íslendingar eiga því ekki að kvarta yfir erlendu eignarhaldi innanlands, a.m.k. ekki fyrirfram.
Íslendingar kunna alveg að eyðileggja eigin jarðir án aðstoðar útlendinga. Sem dæmi má nefna hina niðurgreiddu framræsluskurði sem hafa þurrkað upp iðandi votlendi um allt land og látið ónotað beitar- og ræktarland koma í staðinn. Úr skurðunum streyma svo allskyns lofttegundir sem þykja óvinsælar í dag. Hér þurfti enga útlendinga til að eyðileggja gott land.
Til hamingju, Jim Ratcliffe, með landið!
Ríkið vildi ekki Grímsstaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.