Þegar fylgið kemur af sjálfu sér

Í frétt segir:

Sjálfstæðisflokkurinn í borginni mælist með 31,9 prósenta fylgi, Samfylkingin kemur næst með 17,1 prósent, þá VG (15,4%), Píratar (14,6%), Björt framtíð (13%), Framsóknarflokkur (4%), aðrir flokkar (3,9%).

Þetta er dæmi um fylgisdreifingu sem er drifin áfram af óánægju, ekki ánægju. Ég held að fáir séu eitthvað sérstaklega ánægðir með framgöngu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þeir eru bara óánægðir með meirihlutann. Fylgið lekur því af meirihlutanum og yfir á minnihlutann nánast án þess að minnihlutinn þurfi að gera nokkuð.

Um leið er þetta hrópandi ákall kjósenda um að einhver annar þurfi að taka við rekstri borgarinnar, bara einhver annar: Blindur simpansi, þrífætt rotta, sofandi köttur eða gömul Nintendo-tölva.

Viðkomandi valkostur þarf bara að standa á kjörseðlinum og þá fær hann atkvæði.

Sjálfstæðismenn í borginni ættu að eiga greiða leið til valda við næstu kosningar í Reykjavík með því að vera einfaldlega á kjörseðlinum. Enn betra fyrir þá væri að vera skýr valkostur en ekki bara einhver annar valkostur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins stafar ekki af óánægju með meirihlutann enda hefur hann um 60% fylgi og heldur nokkurn veginn sínu fylgi.

Fylgisaukningin kemur fyrst og fremst frá óánægðum stuðningsmönnum Framsóknar rétt eins og í alþingiskosningunum. 60% fylgi lýsir ánægju með meirihlutann. Færsla á milli flokka með sömu áherslur er ekki tiltökumál.

Bæði í borgarstjórnarkosningum og alþingiskosningunum eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem voru blekktir síðast, að skila sér tilbaka.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 12:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Samkvæmt þessari skýringu fylgjast Reykavíkingar almennt ekki með störfum borgarstjórnar, því þar er fátt gott að finna. 

Geir Ágústsson, 19.12.2016 kl. 15:43

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Meira en 30% af fylgi sjálfstæðisflokksins er held ég svona til komið.

Kannski meira.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2016 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband