Föstudagur, 9. desember 2016
Neyslustýring fríhafnarfólksins
Á Íslandi er áfengi skattlagt í himinhæðir, nema í fríhöfnum landsins. Þetta kemur sér vel fyrir þá sem tala hæst um að skattar á áfengi á Íslandi þurfi að vera háir svo fólk fari sér ekki að voða. Þetta er fólkið sem hefur efni á því að ferðast oft eða þarf að ferðast oft á vegum vinnunnar. Þetta fólk á stútfulla vínskápa með koníaki, vodka og gini og munar ekkert um að kaupa sér bjór á uppsprengdu verði.
Aðrir sitja eftir - lágtekjufólkið, ungt fólk og rónanir. Þetta lið er mjólkað eins og hlekkjaðar beljur eða neytt til að leggja sér heimabrugg til munns.
Áfengisskatturinn hækkar um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það einstaka og skemmtilegasta við Íslenska stjórnmálamenn er að þeir hafa betri laun en landinn. Þeir hafa því efni á flugferðum og á stundum eru þeir svo heppnir að fá ókeypis flugferðir sem alltaf eiga upphaf og endir í fríhöfninni. íslendingar eru uppaldir við það að útlent er merkilegra en annað, en brennivín þó sínu merkilegra enn allt annað.
Það er sniðugt á Íslandi, að brennivín annað en ríkisbrennivín er bannað og þar með er mest spennandi að drekka brennivín í útlöndum og fá í þokkabót að ráfa um fríhafnir, alveg eins og þingmennirnir. Þetta kostar allt saman, en það er skemmtilegra að kosta brennivínið með ferðalagi heldur en bara beint í ríkiskassann.
En góð von er að nú taki sig til snjallir drengir með ráðum gamalla sem kunna að láta gerlanna vinna fyrir sig sem og gamlir sérfræðingar í eftirmeðferðum og þá verður hér til iðnaður eins og í Finnlandi,selt á þriggja lítra brúsum og heitir Finnavatn.
Markaðssvæðið er Finnland norður Noregur og norður Svíþjóð. Og Hvað ættu Alþingismenn og ráðherrar að geta sagt sem stjórna verðlagi á þessum vorum og kaupinu sínu líka.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.12.2016 kl. 22:48
Fríhöfnin er yndislegt svæði þar sem öllum líður eins og þeir séu komnir á friðað svæði. Fríhöfnin er eins og frí frá stjórnmálamönnum, rétt eins og sumarfrí þingmanna og jólafrí. Íslendingar rífast ekki í fríhöfninni um stjórnmál eða skattheimtu því hvorugt er til staðar að ráði í fríhöfninni.
Vonandi tekst að brjóta niður veggi fríhafnarinnar og gera allt Ísland að einni fríhöfn.
Geir Ágústsson, 10.12.2016 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.