Fimmtudagur, 3. nóvember 2016
Sameinast um hvað?
Flóknar stjórnarmyndunarviðræður eru í gangi. Margir flokkar eru í einhvers konar lykilstöðu og standa tilbúnir með gæluverkefnin sín til að leggja þau á borðið ef og þegar til formlegra viðræðna kemur.
Margir vilja t.d. sparka í sjávarútveginn og sjúga úr honum allan arð ofan í ríkissjóð.
Aðrir biðja feimnislega um að ESB sé áfram skoðað sem valkostur. Með öðrum orðum: Hvort Ísland eigi ekki að stökkva á hið sökkvandi skip á meðan enn er eftir einhverju að slægjast þar.
Svo eru það þeir sem vilja styrkja ríkiseinokunina í heilbrigðis- og menntakerfinu í sessi með enn meiri fjárútlátum úr vösum skattgreiðenda. Er þetta fólk sem fer í Bónus og biður um minna úrval og hærra verð? Það er aldrei hægt að sameinast um neitt annað við vinstrimann en að hækka skatta.
En auðvitað þarf að gera málamiðlanir í svona stöðu. Það blasir við. Besta málamiðlunin væri hins vegar sú að halda öllu eins og það er, óbreyttu, og gefa almenningi smá svigrúm til að njóta uppsveiflunnar sem er vægast sagt brothætt enda stutt í næstu alþjóðlegu fjármálakreppu sem þurrkar upp ferðamannaiðnað Íslands.
Líst betur á VG og Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg rétt hjá þér. Vinstri grænir með sína olíuleit og ívilnanir til stóriðju vilja mergsjúga almenning í nafni meintrar vinstri hugsjónar sinnar. Þau sameinast um völdin en það er mannhatrið sem aðgreinir vinstri menn frá hinum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.