Þetta blasti við en gott að fá staðfest

Það blasti við að stærsti flokkurinn á þingi fengi umboð til að mynda stjórn. Yfirleitt væri engin þörf á sérstöku umboði forseta en í þessu tilviki er það sennilega til þess fallið að færa einbeitingu fólks á annað en að reyna púsla saman gjörólíkum vinstriflokkum í eina heild.

Vonandi mun næsta ríkisstjórn hafa minnkandi ríkisafskipti efst á dagskrá og gefa þannig hagkerfinu og samfélaginu kleift að ná andanum og finna lausnir og sátt þar sem ríkiseinokun býr bara til vandamál og deilur. 

Og nei, ég er þá ekki að meina að ríkisstjórnin eigi að sparka sjávarútveginn niður með einhverju kjánalegu uppboði á atvinnutækjum hans. Slíkt hefur verið reynt í öðrum ríkjum og leitt af sér fjöldagjaldþrot og yfirskuldsetta útgerð. 


mbl.is Bjarni Benediktsson fær umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu ekki áhyggjur, í þessum töluðu orðum er Bjarni að tala við Sigurð Inga og saman mynda þeir hina tæru hægristjórn með Viðreisn og láta Benidikt troða loforðinu um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður, ofan í kokið á sér.

Við hin, sem ekki kusum hina tæru hægristjórn, bíða hrikaleg 4 ár og vissara að hafa veskið klárt til að greiða öll gjöldin sem verða lögð á næstu 4 árin. Það verður jafn ömurlegt fyrir okkur hin að horfa uppá SjálfstæðisViðreisn og framsókn véla um ríkiseignirnar og leggja svo hagnaðinn á Panama reikning.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 16:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er naumast. Var þá skárra að afhenta íslenska skuldara til erlendra vogunarsjóða á hrakvirði? Ég vona bara að kaupmáttur Íslendinga vaxi um önnur 10% á næstu fjórum árum eins og seinustu 4 ár. 

Geir Ágústsson, 2.11.2016 kl. 18:14

3 identicon

Kaupmáttur um 10%...??, ertu þá að tala um að kvótaeigendur og ríkasta 1% fólksins í landinu sem Bjarni og Sigmundur eru búnir að létta skattbyrði á..?

Ef kaupmáttur hefur aukist hér á landi, sem ég hef ekki orðið var við, þá er það Jóhönnu og Steingrími J að þakka, en eins og þú kannski manst, þá kom það í þeirra hlut að taka til eftir frjálshyggju fylleríið, tóku við ríkissjóði með halla uppá 216 miljarða og á aðeins 4 árum komu honum í 0.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband