Óákveðnum fækkar

Kosningar eru núna á laugardaginn. Það virðist vera að óákveðnum sé að fækka og að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé að aukast og að þetta tvennt haldist í hendur.

Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem vilja ekki vinstristjórn. Á hinn bóginn eru þetta engar sérstakar fréttir fyrir þá sem fyrirlíta Sjálfstæðisflokkinn og heldur ekki þá sem vilja halda Framsóknarflokknum frá völdum. Sá flokkur er enn sem komið er sá hentugasti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi. Kostnaðurinn er að vísu hár - landbúnaðarkerfið helst óbreytt og eitthvað eitt, dýrt kosningaloforð þarf að uppfylla fyrir Framsóknarflokkinn - en hinn kosturinn - vinstristjórn - er miklu verri.

Persónulega hafði ég lengi vonað að Viðreisn tækist að verða að 15-20% flokki, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi um 30-35% fylgi og að þessir tveir flokkar gætu farið í ríkisstjórn saman, e.t.v. með Bjarta framtíð sem varahjól ef eitthvað vantaði upp á. Því miður telur Viðreisn sig samt eiga meiri samleið með vinstriflokkunum en þeim eina til hægri (eða þeim eina aðallega skipaðan hægrimönnum) - líklega vegna ESB-áhuga vinstriflokkanna. Annaðhvort hefur Viðreisn afhjúpað sig sem vinstriflokk í raun (og getur þá séð fram á að margir hægrimenn yfirgefi herbúðir hennar fljótlega) eða er svo upptekin af einu máli - aðild að ESB eða upptöku evrunnar - að hún lætur öll önnur málefni raðast miklu neðar á forgangslistann. 

Vonandi ber Íslendingum gæfa til að forðast vinstristjórn. Sjáum hvað setur.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kratarnir eru farnir úr Sjálfstæðisflokknum yfir í "Viðreisn".  Þann flokk getur Sjálfstæðisflokkurinn vart farið í samstarf við þar sem sá flokkur er stofnaður um aðild að ESB og upptöku á ónýtri evru.

Ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn og reyndar Framsókn einnig fara upp í könnunum nú rétt í aðdraganda kosninga er ótti fólks við annað eins stjórnarfar og við höfðum hér frá 2009 til 2013. Fólki hryllir við þeirri tilhugsun. Þá er betra að mæta á kjörstað og halda fyrir nefið um leið og X-ið er sett fyrir framan B eða D.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2016 kl. 10:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta var sennilega besta lýsing sem ég hef séð af því hvað blasir við fyrir þessar kosningar:

"Þá er betra [en að fá vinstristjórn] að mæta á kjörstað og halda fyrir nefið um leið og X-ið er sett fyrir framan B eða D."

Geir Ágústsson, 26.10.2016 kl. 11:25

3 identicon

Ég held að velflestir séu búnir að fá upp í kok af ofbeldiskúltúrnum á vinstri kantinum.  Á meðan Bjarni kemur fyrir sem barnið, kátur að skreyta afmæliskökuna sína og bíða eftir gestunum þá kemur vinstri hjörðin fyrir eins og eineltispakkið sem mætir ekki í afmælið.  Minni framboðin gætu komið á óvart.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband