Í nafnleysinu fær fólk útrás

Á Íslandi er málfrelsi. Hver sem er má segja hvað sem er við hvern sem er án þess að óttast annað en að einhver segi eitthvað á móti. Enginn er beittur ofbeldi fyrir skoðanir sínar eða orðanotkun. Enginn er fordæmdur af því að hann eða hún sagði eitthvað en fólk hefur auðvitað rétt á að taka ekki mark á órökstuddum skoðunum sem lýsa frekar tilfinningaástandi þess sem talar en staðreyndum lífsins. 

Nei, svona er það ekki.

Raunin er sú að margir eru feimnir við að segja skoðanir sínar af ótta við fordæmingar, upphrópanir, útilokanir og jafnvel hótanir um ofbeldi. Sumir verða jafnvel fyrir ofbeldi fyrir það eitt að segja skoðanir sínar. Nei, ég er ekki að tala um Saudi-Arabíu.

Hvað gerist þá? Hverfa hinar óvinsælu skoðanir? Nei. Þær fara í felur í litla kjaftaklúbba eða á vefsíður þar sem hægt er að tjá sig nafnlaust. Þar blómstra þessar skoðanir óáreittar og magnast jafnvel upp.

Þetta angrar samt ekki siðapostulana sem þykjast vera að reyna útrýma kynþáttafordómum, karlrembu eða efasemdum um lífsstílsval annarra. Það sem siðapostularnir heyra ekki angrar þá ekki og þeim af alveg nákvæmlega sama um afleiðingarnar af því að bæla niður óvinsælar skoðanir.

Ég segi: Leyfið rasistanum að tjá sig í löngu máli og rökstyðja mál sitt bæði út frá staðreyndum og tilfinningum. Eigum við hann opinskáar samræður með það markmið að hafa áhrif á skoðanir hans og sveigja í átt að okkar eigin.

Leyfið nýnasistanum að afneita Helförinni, biðja til Hitler og lofsama samþjöppun ríkisvaldins í bæði Evrópu og Bandaríkjunum í nafni skilvirkni og áætlanagerðar. Mætum máli hans með rökum og yfirveguðum hugleiðingum.

Leyfið þeim sem telja homma vera syndara að tjá sig opinskátt án upphrópana og hótana um þöggun. 

Leyfið allt þetta og annað óvinsælt og tökum slaginn með pennanum.

Því hver veit, kannski læra þá helvítis femínistabeyglurnar og sjálfsupphafnir menntasnobbararnir í fílabeinsturninum að meta opinskáa rökræðu og gefast upp á útskúfunaraðferðinni og vandlætingunni.


mbl.is „Von'að þú fjölgir þér ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki halda niðri í þér andanum, Geir. Því að það er sama hvað gerist, femínistabeyglurnar þola ekki að hluta á mótrök. Að því leyti líkjast þær islamistunum og skósveinum þeirra.

Sumir halda, að rökræður séu til að sannfæra hinn aðilann. Það er alrangt, því að fólk sem tekur þátt í rökræðum eru yfirleitt það sannfærðir um málstað sinn að þeir skipta ekki um skoðun. Tilgangur rökræðna hins vegar er að gefa áheyrendum/lesendum möguleika á að mynda sér skoðun út frá rökfærslum beggja aðila. Og það er staðreynd, að þeir sem hafa vondan málstað, málstað sem erfitt er að verja, skoðanir sem erfitt er að færa rök fyrir, þeim er meinilla við opnar rökræður, en velja þess í stað að loka augunum, halda fyrir eyrun og hrópa innihaldslaus fúkyrði.

Hér er þetta útskýrt nánar í sambandi við Kóraninn:

https://www.youtube.com/watch?v=7ieSICiPgN0

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband