Já en ...

Lögreglan er alltaf fjársvelt. Það liggur í augum uppi. Lagasafnið er alltaf að stækka og eftir því sem meira er bannað, því meiri löggæslu þarf til. Löggjafarvaldið er alltaf tilbúið að banna eitthvað nýtt en hikar við að fjármagna nauðsynlega löggæslu.

En sem betur fer, segi ég nú bara. Að hugsa sér ef næg lögregla væri til staðar til að fylgja eftir öllum lögum! Það væri hræðilegt. Lögreglumann þyrfti þá til að vakta umræður í heitum pottum landsins enda kæmu þar fram ærumeiðandi fullyrðingar um kynferði, trú, kynhneigð og annað sem þyrfti að taka á. Lögreglan þyrfti að heimsækja hvert einasta unglingapartý til að hella niður landa, skoða skilríki og keyra krakka heim. Öll viðskipti þyrfti að vakta til að tryggja að réttur virðisaukaskattur væri reiknaður af kassalausa reiðufénu sem skiptir um hendur. 

En sem betur fer er löggæslan minni en sem svarar magni löggjafar.

Hvað er þá til ráða? Á að halda löggæslunni fjársveltri eins og það er svo snyrtilega orðað?

Hér getur lögreglan sjálf sýnt frumkvæði. Hún hefur ákveðið svigrúm til að forgangsraða verkefnum sínum. Í stað þess að ofsækja ungmenni á tónlistarhátíðum, elta uppi ökumenn á fáförnum þjóðvegum og heimsækja afskekkta sveitabæi til að skoða plöntusafn þeirra gæti hún gert annað: Staðið vaktina og verið til þjónustu reiðubúin þegar raunveruleg afbrot eru framin - ofbeldisglæpir, þjófnaðir og skemmdarverk. 

Lögreglan þarf að átta sig á því að hún er einokunarfyrirtæki sem verðleggur óhjákvæmilega þjónustu sína rangt. Það skásta í stöðunni er því að forgangsraða í þágu raunverulegra glæpa. 


mbl.is Menn eru stundum einir á vakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband