Ríkisstjórnarmunstur og frjálshyggja

Það er ekki einfalt að greina ástandið í hinu pólitíska landslagi á Íslandi í dag. Enn eru margir kjósendur óákveðnir og margt gæti gerst á næstu vikum. 

Persónulega er ég að vona að til samstarfs komi á milli Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Þriðja hjólið gæti þá verið Björt framtíð (ef þeir ná mönnum inn). Þá yrði jafnvel mögulegt að taka landbúnaðarkerfið til gagngerrar endurskoðunar og takast á við viðskiptahöftin við útlönd og klára afnám gjaldeyrishaftanna.

Ég hef engar áhyggjur af ESB-áhuga Viðreisnar og Bjartrar framtíðar né löngun þeirra til að gera róttækar breytingar á stjórnarskránni eða fiskveiðikerfinu. Allt eru þetta háfleygar hugmyndir með litla jarðtengingu. 

Ef Framsóknarflokkurinn yrði þriðja hjólið væri líklega ekki hægt að hrófla við landbúnaðarkerfinu. Þó mætti halda áfram að lækka skatta og auka við einkarekstur á ýmsum sviðum. Framsóknarflokkurinn þarf svo að fá leyfi til að uppfylla eitthvað eitt brjálæðislegt kosningaloforð.

Svo virðist sem Viðreisn sé samt byrjuð að daðra við Pírata og vilji almennt teygja sig til vinstri. Verði þeim að góðu. Vinstriflokkarnir brenna allar brýr að baki sér og Píratar geta ekki einu sinni verið sammála sjálfum sér, hvað þá öðrum.

Sjáum hvað setur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Miðað við kannanir - þá erum við að fara að sjá Pírata ig *einhverja.*

Fer eftir hver stjórnar á þeim bænum.  Ef gaurinn með taglið fær að ráða, verður það kómískt, vegna þess að ef ég skil hann rétt þá ætlast hann til þess að það verði samsteypustjórn allra flokka.

Það jákvæða og neikvæða við það er að slík stjórn kemur engu í verk.

Ég er frekar jákvæður fyrir þeirri hugmynd en hitt.

Ef Birgitta verður ráðandi, þá (skv síðustu könnun) reynir hún að halda XD utan stjórnar, (og örugglega þjóðfylkingunni og viðreisn líka) og þá er enginn meirihluti.

Það mun ekki virka.

Mín spá: XD, Píratar + "einhver."  Hverja geta þeir sammælst um?  Samfó?  Viðreisn, eða Framsókn?

Hve mikið hatar þetta lið framsókn?

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2016 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband