Stjórnarandstaðan í vörn

Stjórnarandstaðan er skiljanlega í mikilli vörn eftir að meirihluti fjárlaganefndar gaf út skýrslu um embættisafslöp fyrrverandi fjármálaráðherra.

Hún segir að þessi nefnd hafi ekki unnið innan verksviðs síns. Þó ber henni að fjalla um "fjár­mál ríkis­ins, fjár­veit­ingar, eignir ríkis­ins, láns­heimildir og ríkis­ábyrgðir og lífeyris­skuld­bindingar ríkis­sjóðs" samkvæmt lögum

Hún segir að fyrri nefnd hafi komist að ákveðinni niðurstöðu og að þar með sé málinu lokið. En hvað ef nýjar upplýsingar hafa komið fram, eða ný tenging á milli fyrri upplýsingabrota? Má þá ekki fjalla um það? 

Hún segir að nefndin sé notuð í pólitískum tilgangi og að það sé ekki við hæfi. En er nefndin ekki skipuð stjórnmálamönnum sem ýmist eru í meirihluta eða minnihluta á þingi? Er stjórnarandstaðan allt í einu utan við stjórnmálin? Í nefndinni var meirihluti fyrir því að skrifa skýrslu. Má þá ekki skrifa þá skýrslu?

Stjórnarandstaðan (eða þeir flokkar sem standa að henni í dag) er búin að láta rannasaka eldgamlar einkavæðingar banka trekk í trekk. Hún flæmdi þrjá seðlabankastjóra úr embætti. Hún dró Landsdóm upp úr hattinum til að knésetja einn forsætisráðherra á meðan öðrum ráðherrum sömu ríkisstjórnar var hlíft. Hún er í sífellu að biðja um nefndir, rannsóknir, úttektir og kannanir til að skoða allt milli himins og jarðar, oft í þeim tilgangi að svæfa mál sem henni líkar ekki við. Um leið og spjótin beinast að henni sjálfri er allt alveg ómögulegt.

Það er eitt að vera í vörn en að vera líka í hrópandi ósamræmi við sjálfan sig er e.t.v. óþarfi. 

Á Alþingi eru stunduð stjórnmál, og þar takast á stjórn og stjórnarandstaða. Það er sennilega rétt að halda því til haga. 


mbl.is Nefndin notuð í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband