Mánudagur, 12. september 2016
Ríkisstjórnin sem gerði illt verra
Hún mátti eiga það, ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, að hún tók við erfiðu búi. Hún má líka eiga það að hún gerði illt ástand verra.
Skýrsla meirihluta fjárlaganefndar er vonandi bara byrjunin. Nú hlýtur að taka við ítarlegri rannsókn þar sem týndu fundargerðir þáverandi fjármálaráðherra verða grafnar upp (í eiðsvörnum viðtölum við viðstadda fundargesti af því er að skipta). Lærdómur hennar verður vonandi sá að ríkisvaldinu megi ekki hleypa nærri gjaldþrota fyrirtækjum því það endar oftar en ekki á að þjóðnýta þau og varpa byrðunum á herðar skattgreiðenda. Útlendingar sitja brosandi á hliðarlínunni á meðan og þakka fyrir hagnaðinn.
Alþjóðafjármálakerfið hrundi haustið 2008. Í kjölfarið hefði átt að koma skörp leiðrétting og uppsveifla fljótlega í kjölfarið. Í staðinn hrundi íslenska hagkerfið árið eftir í boði stjórnvalda.
Tugmilljarða meðgjöf með bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aldrei hefur nokkur maður í Íslenskri pólítík,
sýnt og sannað að pólitíkin er engvu lík
Hans verður alltaf minnst sem einn stærsta svikara
kosningarlofarða fyrr og nú.
Skyldi hann vera hreikinn af því sem hann gerði..???
Vitlaus spurning.!!
Stjórnmálamenn hafa engva samvisku.
Sorrý.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.