Sunnudagur, 11. september 2016
Fröken ívilnanasamningar
Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur liggja einhver furðulegustu ummæli nokkurs þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins nokkurn tímann (að mínu mati) - tekin héðan:
Ég ætla að fullyrða það hér og nú að þetta mál og þessi samningur hefði fengið nákvæmlega sömu afgreiðslu í tíð þriggja síðustu iðnaðarráðherra, þeirra Katrínar Júlíusdóttur, Oddnýjar Harðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar
Það á því e.t.v. ekki að koma henni á óvart að lenda neðarlega í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur sem vilja vinstrimenn á þing geta kosið vinstriflokkana.
Elín Hirst hlaut einnig lélega kosningu í prófkjöri en hún hefur verið með duglegri þingmönnum að stinga upp á ríkisútgjöldum og á e.t.v. betur heima í öðrum stjórnmálaflokki.
Raunar væri það best fyrir alla að vinstrimenn störfuðu í vinstriflokkum, hægrimenn í hægriflokkum og miðjumenn í miðjuflokkum. Því miður er aðgreiningin ekki alltaf svo skýr. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn hegðar sér oft eins og vinstriflokkur ef maður ber hann saman við hægriflokka annarra Norðurlanda. Það kemur e.t.v. ekki á óvart enda eru íslensk stjórnmál mun vinstrihneigðari en þau á hinum Norðurlöndunum ef Grænland er e.t.v. undanskilið. Þess vegna tekst illa að koma á norrænu fyrirkomulagi í t.d. heilbrigðisgeiranum. Á Íslandi láta menn sovéska ríkiseinokunarmódelið duga sem fyrirmynd.
Ragnheiður Elín kveður stjórnmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.