Eru byggingarvörur arðbærasta smásöluvara á Íslandi?

Í byrjun árs 2015 voru vörugjöld afnumin af byggingarvörum. Einnig hefur virðisaukaskattur lækkað síðan þá og gengi krónunnar styrkst. Einhverjir hafa reiknað út að miðað við allt þetta ætti verð á byggingarvörum að hafa lækkað um a.m.k. 15% en jafnvel enn meira.

Menn spyrja sig hvað varð um lækkunina.

Það er freistandi að álykta að smásöluaðilar með byggingarvörur hafi einfaldlega hækkað álagningu sína sem nemur lækkun skatta og styrkingu krónunnar. Ekki veit ég hvort það er rétt eða ekki en hitt veit að sé það rétt þá gerist nokkuð á hinum frjálsa markaði. Í fyrsta lagi eykst hagnaður smásöluaðila byggingarvöru. Fjárfestar taka eftir þessu og byrja að leggja fé til þessarar smásölu og þá ýmist kaupa hlutabréf í þessum fyrirtækjum eða stofna til samkeppnisrekstur. Fé er jú alltaf í leit að bestu ávöxtun og sé hún betri hjá byggingarvörusöluaðilum en öðrum er tekið eftir því.

Hin aukna samkeppni leiðir til aukinnar samkeppni um neytendur og þeir upplifa því fljótlega lækkandi verðlag. Ávöxtun fjárfesta jafnast út og verður svipaðri ávöxtun fjárfesta í öðrum iðnaði. Jafnvægi næst.

Þetta er hins vegar bara einn möguleiki. Annar er sá að eftirspurn eftir byggingarvörum hafi aukist, t.d. vegna aukinna umsvifa byggingarverktaka eða aukinnar endurnýjunar hjá fólki. Þetta setur þrýsting á smásöluaðilana sem setur þrýsting á heildsala þeirra og framleiðendur sem finna þá fyrir svigrúmi til að hækka verð hjá sér, sem hækkar verð á hráefni þeirra sem eykur hagnað hráefnisframleiðenda. Aðrir hráefnisframleiðendur sjá þetta og byrja að aðlaga sína vinnslu að þörfum byggingarvöruframleiðenda. Samkeppni eykst og verð lækkar.

Það er nánast sama hvernig þessu dæmi er snúið: Ef hinn frjálsi markaður fær að starfa óáreittur verða hækkanir til skamms tíma alltaf að lækkunum til lengri tíma. Tímabilið þarna á milli er einfaldlega aðlögun markaðarins að breyttum aðstæðum.

Einn ein ástæða óbreytts eða jafnvel hækkandi verðlags á byggingarvörum getur verið kerfið sjálft. Kannski er dýrara en áður að fá að flytja inn, t.d. vegna þess að aukin umsvif festast í gjaldeyrishöftum eða einhverju regluverki. 

Ef einhver tekur eftir því að hagnaður Húsasmiðjunnar, BYKO og Múrbúðarinnar er að aukast mikið er bara tímaspursmál þar til markaðurinn bregst við. Ef ástæður verðlagsþróunarinnar liggja annars staðar er næstum því öruggt að ríkisvaldið er blóraböggullinn. 


mbl.is 15% lækkun ekki skilað sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er furðulegt er að afnám gjalda tók gildi við áramót en verðkönnunin miðast við þegar afnámið var tilkynnt, í ágúst á undan. Voru útsölur í ágúst? Lækkanir strax við boðuð afnám? Hvers vegna er ekki miðað við verðin sem voru áður en afnám gjalda var tilkynnt?

Og hvaða áhrif hefur yfir 16% launahækkun? Hvernig hafa aðrir kostnaðarliðir þróast?

Davíð12 (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 19:10

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Góður punktur! Auðvitað hefur það haft áhrif að laun voru hækkuð svona mikið með einu pennastriki.

Smásöluaðilar gátu þá haldið verði óbreyttu af því þetta tvennt fór saman, skattalækkanir og launahækkanir. Neytendur missa af launalækkunum en bíta kannski í það súra epli því venjan er sú að allt hækki í verði og kannski bara léttir að verðlag sé nokkuð óbreytt. 

ASÍ hefur áður verið staðið að því að tímasetja verðkannanir þannig að þær missi af því sem máli skiptir og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri staðan aftur. 

Geir Ágústsson, 2.9.2016 kl. 07:50

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Einmitt það já:

http://www.vb.is/frettir/vidskiptarad-gagnrynir-vinnubrogd-asi/130784/

Geir Ágústsson, 2.9.2016 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband