Þriðjudagur, 23. ágúst 2016
Sjálfhverfir fjölmiðlar hitta naglann á höfuðið
Fjölmiðlafólk lítur oft stórt á sig. Það telur sig vera einhvers konar lýðræðisafl sem tryggir að sagt sé satt og rétt frá og veitir yfirvöldum aðhald. Stundum er þetta rétt, stundum ekki. Oftar en ekki er fjölmiðlafólk málpípa viðtekinna skoðana, stundum ekki.
Stundum hittir fjölmiðlafólk samt naglann á höfuðið. Í yfirlýsingu Útvarps Sögu, ÍNN, miðlum Hringbrautar, Símans og 365 miðla er bent á að virðisaukaskattur af starfsemi þeirra komi niður á rekstri þeirra og að samkeppni við ríkisfyrirtæki á opinberum niðurgreiðslum sé hamlandi fyrir þá. Skiljanlega. En gildir ekki sama lögmál um alla aðra starfsemi á Íslandi? Jú, vissulega. En taka fjölmiðlar einhvern tímann upp hanskann fyrir skattgreiðendur? Það er sjaldgæft, svo vægt sé til orða tekið.
Yfirlýsingin hittir vissulega naglann á höfuðið þegar kemur að áhrifum skatta á rekstur (almennt) og samkeppni við opinbert fyrirbæri. Hún er hins vegar ákaflega sjálfhverf - eins og fjölmiðlafólk sjálft.
Fjölmiðlar vilja sjá breytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.