Þegar framboð og eftirspurn mætast ekki

Hvað getur það kallast þegar framboð og eftirspurn mætast ekki? Þetta virðist vera staðan á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Margir sem vilja kaupa eru þess í stað að leigja. Afborganir yrðu yfirleitt ekki hærri við kaup en þetta fólk greiðir nú þegar í leigu. Sumir eiga smávegis sparifé en aðrir ekki, m.a. af því að leigan er svo há að ekkert svigrúm er til að spara.

Hvað geta svona aðstæður kallast?

Sumir myndu segja að þetta sé dæmi um svokallaðan markaðsbrest og að til að leiðrétta hann þurfi hið opinbera að dæla skattfé í byggingaframkvæmdir og tapa svo á rekstri leiguíbúða (eða verðleggja neðar en markaðsverð, sem er önnur leið til að segja að ávöxtun á skattfénu á að vera lægri en hún yrði ef peningarnir yrðu eftir í vösum skattgreiðenda).

Svo er hins vegar ekki. Þetta ástand er dæmi um slæmar afleiðingar ríkisafskipta. Ríkisvaldið heldur úti svo löngum lista af skilyrðum og reglum vegna bygginga að það væri oftar en ekki bilun fyrir einkafyrirtæki að ætla sér að hagnast á þeim. Reglurnar eru skraddarasaumaðar í kringum kröfur þingmanna og opinberra starfsmanna sem búa í rúmgóðu húsnæði á góðum svæðum. Þetta fólk gerir kröfu um lyftu, svalir, geymslu og fullbúið eldhús og sér ekki hvernig nokkur maður getur viljað eitthvað annað. Fyrir vikið rísa bara rándýrar og risastórar íbúðir sem er ekki á færi allra að kaupa.

Nú á að gefa fólki leyfi til að beina sparnaði sínum úr læstum reikningum sem það hefur litla stjórn á og yfir í húsnæðiskaup. Það er út af fyrir sig allt í lagi - valið á að fá að vera til staðar fyrir þá sem vilja. Þetta er hins vegar engin lausn á vandamálinu fyrir flesta. Að afnema megnið af byggingareglugerðum landsins væri rökréttara skref. Þá væri hægt að byggja ódýrt og láta þannig framboð og eftirspurn mætast. 


mbl.is Leysir ekki neinn bráðavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir nú erum við bara sammála. Nema að mér finnst þú ekki koma sumum atriðum nógu vel til skila. Málið er fólk hefur nógan pening fyrir mánaðarlegum afborgunum, vegna þess að að afborganir af eigin húsnæði er í flestum ef ekki öllum tilfellum lægri en það sem fólk þarf að borga í leigu. En eins og þú réttilega minntist á vantar nánast alla fyrir útborguninni sem er minnst fjórar milljónir og fimm með öllum gjöldum sem svona kaupum fylgja. Þetta lágmark er krafa lánastofnana sem hafa þetta lágmark eingöngu til að það sé eitthvað að hafa af fólki, ekki ef, heldur þegar það tapar húsnæðinu. Því þetta kerfi snýst ekki um að fólk eignist þak yfir höfuðið. Heldur snýst þetta eingöngu um að ræna almenning.

Svo er hinn kapítulinn. það eru reglugerðirnar sem síðasta ríkisstjórn setti. Eitt af því er að aðgengi. Í eldhísi verður að vera aðgengi fyrir hjólastóla. Sem þýðir á mannamáli þrjá til fjórar milljónir auka á hverja íbúð. Svo er það bílageymslan. Einn smiður sagði að hún væri svo dýr að það Jafngilti því að sleppa bílageymslunni og láta í staðinn nýjan Toyota Yaris Fylgja með c.a. 3,5 milljónir. Svo er það lyftan og allt hitt bullið.

Flesti ef ekki allir myndu sætta sig við að hafa ekki svona lúxus í fyrstu íbúð.

Og allt er þetta í boði samfylkingar og vinstri grænna, sem halda því fram að þau séu að vinna fyrir fólkið í landinu. Veistu það Geir. Að ef ég gerðist sekur um svona þvælu þá dytti mér aldrei nokkurtímann að fara í framboð aftur. En það er einhvernveginn eins og þetta fólk sé ekki í nokkru sambandi við raunveruleikann.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.8.2016 kl. 23:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Steindór og takk fyrir upplýsandi athugasemd,

Nú held ég að krafan um lágmarksinnborgun verði ekki rakin til ills ásetnings. Margir kenndu stjórnmálamönnum um hrunið 2008 og þeir fengu upplýsingar um að fólk hafi lánað of auðveldlega og of mikið og setja því reglur sem þeir halda að komi í veg fyrir svipað ástand. Hér er sveigjanleikinn á markaði lítill því bankarnir eru vel varðir fyrir samkeppni á bak við óteljandi skilyrði fyrir því að fá að reka fjármálafyrirtæki á Íslandi.

Það er nú heldur ekkert að því að eiga aðeins fyrir því sem maður kaupir.

Það sem vantar er meira framboð af ódýrara húsnæði sem bitnar á leiguverði, afreglun bankageirans svo þar geti myndast raunveruleg samkeppni og afnám peningaútgáfu ríkisvaldsins á peningum sem fáir treysta nema í augnablik í einu þegar vel árar. Meðal annars. 

Geir Ágústsson, 19.8.2016 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband