Laugardagur, 6. ágúst 2016
Verðmæti fyrir hvern?
Menn tala gjarnan um að til séu verðmæti sem virðast samt ekki vera verðmæt fyrir neinn. Munir, byggingar og annað er talið vera rosalega verðmætt en enginn virðist samt vilja kaupa þau eða halda við.
Hvað gerist þá?
Þá eru skattgreiðendur boðaðir á staðinn og þeir látnir greiða fyrir varðveislu og viðhald. Þeir eru ekki spurðir mjög kurteisislega. Þeim er bara sagt að um verðmæti sé að ræða sem þeir þurfi að greiða fyrir án þess að eignast neitt í staðinn.
Ég legg til að gamlir skúrar sem einhver kallar verðmæti verði seldir til þeirra sem kalla þá verðmæti og hinir nýju eigendur geta svo gert það sem þeir vilja - varðveitt, viðhaldið eða valtað til jarðar.
Menningarverðmæti í mikilli niðurníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.