Bannað að velja

Á Íslandi er heimilt að verðtryggja lán. Það er ekki skylda. Það er val. Mörg óverðtryggð lán eru í boði, þar á meðal á húsnæði. Sumir velja þau. Aðrir ekki.

Er það virkilega áherslumál hjá sumum stjórnmálamönnum að fjarlægja þennan valmöguleika? Á að skylda mann sem á milljón til að lána hana óverðtryggt? Má hann þá breyta vöxtunum í staðinn? Er hann skyldugur til að taka á sig verðbólguna? Mun hann þá lána milljónina sína eða stinga henni ofan í skúffu?

Það er alveg hreint magnað að margir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á að minnka valfrelsi frá því sem nú er. Til hvers? 


mbl.is „Þetta er dæmi um loddaraskap“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálamenn eru þjófar. Þeir lifa á fjármunum sem voru stolnir frá skattgreiðendum. Þeir líta á þegna sína sem sínar mjólkurkýr.

Eitthvað þurfa þessir glæpamenn að gera til að réttlæta tilvist sína. Að láta menn í friði, þ.e. að "gera ekkert", kemur að sjálfsögðu aldrei til greina.

Ragnar (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband