Sunnudagur, 17. júlí 2016
Hver er valdaræninginn?
Tilraun til valdaráns í Tyrklandi var stöðvuð nú um helgina. Margir hafa fallið í átökum. Þúsundir eru komnir á bak við lás og slá og verða sóttir til saka.
Það sækir samt að mér hugsun: Hver er hinn raunverulegi valdaræningi, sá sem vill nýja valdherra eða sá sem þvingar fólk með valdi til að lúta sér?
Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna (Declaration of Independence) var á sínum tíma skrifað:
We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.--That to secure these rights, Governments are instituted among Men, deriving their just powers from the consent of the governed, --That whenever any Form of Government becomes destructive of these ends, it is the Right of the People to alter or to abolish it, and to institute new Government ...
Bandaríkjamenn hafa auðvitað fyrir löngu sópað þessari yfirlýsingu undir teppið samanber sú herskáa stefna sem var rekin gegn Suðurríkjunum þegar þau vildu sjálfsstjórn, en eigum við hin ekki að vera aðeins opnari? Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði frá Danmörku og eru sennilega flestir á því að það hafi verið heillaskref. Íslendingar (eða íslensk yfirvöld, nánar tiltekið) studdu sjálfstæðishreyfingar Eistrasaltsþjóðanna. Margir hafa samúð með málstað þeirra sem vilja sjálfstæða Tíbet, sjálfstæða Katalóníu og sjálfstætt Grænland. Svona mætti lengi telja.
Greinilegt er að í Tyrklandi búa margir sem vilja önnur yfirvöld en þau sem nú ríkja yfir þeim. Kúrdar eru augljóst dæmi en hið sama virðist gilda um marga Tyrki.
Eigum við á Vesturlöndum ekki að styðja við slíkar sjálfstæðishreyfingar og fordæma yfirvöld sem standa í vegi fyrir þeim? Er tyrkneska ríkið ekki hinn raunverulegi valdaræningi?
Ellefu haldið í flugstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Athugasemdir
Enn hefur enginn aðili stært sig af valdaránstilrauninni, né verið nafngreindur. En Erdogan hefur í kjölfarið látið handtaka 3000 hermenn, X marga dómara frá dómskerfi landsins og heimtar nú einnig framsal á sínum helsta andstæðingi (og fyrrum samherja) frá USA sem hefur svarið af sér öll afskipti enda fjarri góðu gamni.
Öll bönd beinast að Erdogan sjálfum - enda ekki annað hægt.
Kolbrún Hilmars, 17.7.2016 kl. 18:17
Ekki er ég nein aðdáandi Erdogan, en auðvitað eiga Evrópuþjóðir og amerísku þjóðir ekki að skipta sér að innanríkismálum Tyrklands og sama á við önnur lönd.
Það er furðuleg árátta vesturlandaþjóða að þurfa alltaf að skipta sér að því sem þeim kemur ekki við. Þykjast vera með þessi afskipti af mannúðarástæðum, en gera allt ennþá verra, t.d. Afghanistan, Írak, Sýrland og Lýbía svo einhver dæmi séu nefnd.
Kveðja frá Seltjarnarnesi
Jóhann Kristinsson, 18.7.2016 kl. 07:05
Hvað ætli íslenska ríkið tæki til ráðs ef Akureyri lýsti yfir sjálfstæði frá Íslandi? Nú eða Vestmannaeyjar?
Hvað ætli Reykjavík gerði ef Árbæjarhverfi lýsti yfir sjálfstæði sem sveitarfélag eða jafnvel sem sjálfstjórnarsvæði frá bæði Reykjavík og íslenska ríkinu?
Pólitísk samkeppni var eitt af aðalhráefnunum í velgengni Vesturlanda. Henni fylgdi ekki bara stríð - sem því miður voru vissulega algeng framan af - heldur líka skattasamkeppni, samkeppni um vinnuafl og samkeppni í lífskjörum. Martin Lúther gat flúið yfir landamæri og fengið friðhelgi. Að sama skapi getur Snowden í dag fundið hæli með því að flýja eitt ríkið og yfir í annað.
Ef Tyrkir vildu frið innan landamæra sinna þá gæfu þeir Kúrdum sjálfstæði.
Það er bara svo margt ágætt við möguleikann að lýsa yfir sjálfstæði og færast nær smærri stjórnunareiningum frekar en stærri.
Geir Ágústsson, 18.7.2016 kl. 08:43
Sæll.
Herinn var einfaldlega að reyna að koma í veg fyrir íslamíseringu landsins. Erdogan hefur verið að moka íslamistum í stöður dómara og einnig hefur hann verið að taka til í hernum. Tyrkland stefnir hraðbyri í átt að einræði.
Valdaránið hefur því lítið að gera með Kúrda heldur allt með það að gera að reyna að halda Tyrklandi sekúleseruðu. Það mistókst og því mun Erdogan geta gert á örfáum mánuðum það sem ella hefði tekið hann mörg ár.
Helgi (IP-tala skráð) 28.7.2016 kl. 19:54
Erdogan var kjörinn af þjóðini, ef kjósendur Tyrklands vilja mann eins og Erdogan, sem vill islmista væða Tyrkland, þá þeir um það.
Vestrænum þjóðum og bara öllum öðrum þjóðum kemur það ekkert við hvað Tyrkir gera.
Vestrænum þjóðum væri nær að taka til heima hjá sér áður en þeir skipa öðrum þjóðum að taka til hjá sér og það á ekki bara um Tyrkland.
Kveðja frá Seltjarnarnesi.
Jóhann Kristinsson, 29.7.2016 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.