Föstudagur, 15. júlí 2016
Hægri-vinstriskalinn dugar ágætlega
Þeir sem forðast að "staðsetja sig" á hægri-vinstriskalanum eru yfirleitt vinstrimenn með örlitla samúð fyrir frjálsum markaði. Þeir trúa á sterkt ríkisvald og véfengja ekki rétt þess til að setja reglur um nánast hvað sem er og skattleggja nánast hvað sem er. Yfirleitt eru þeir þó með eitthvað hagsmunamál þar sem þeir telja ekki að ríkisvaldið eigi að skipta sér af. Fyrir Pírötum er það tjáningarfrelsi, svo dæmi sé tekið.
Þar með er ekki sagt að allir sem kalla sig hægrimenn séu markaðsanarkistar (eins og ég). Þeir trúa líka á sterkt ríkisvald en líta á það sem illa nauðsyn - undantekningu frá reglunni ef svo má segja. Þannig vilja margir sem kalla sig hægrimenn að ríkisvaldið fjármagni umsvifamikla menningarstarfsemi og niðurgreiði ákveðnar atvinnugreinar og standi við bakið á ríkiskirkju. Hins vegar eigi ríkið að halda sig fjarri á sem flestum öðrum sviðum.
Hægri-vinstriskalinn er ljómandi nothæfur þótt hann sé einföldun. Sé einhver almennt tortrygginn á frjálsan markað og frjálst val einstaklinga er hann vinstrimaður. Sé einhver almennt tortrygginn á ríkisvaldið (þótt hann umberi það á ákveðnum sviðum) er hann hægrimaður.
Ég er hægrimaður því ég lít á ríkisvaldið sem skipulagða glæpastarfsemi sem á ekki rétt á sér. Til nánari aðgreiningar frá öðrum hægrimönnum (t.d. Davíð Oddssyni og Bjarna Benedikssyni) kalla ég mig svo yfirleitt frjálshyggjumann. Til aðgreiningar frá frjálshyggjumönnum sem vilja þó að ríkisvald sé til staðar og starfræki dómstóla og lögreglu (eins og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni) kalla ég mig ýmist anarkista eða anarkó-kapítalista eða jafnvel markaðsanarkista.
En hvað með menn eins og Donald Trump og Barack Obama? Er þeir hægri- eða vinstrimenn? Það fer eftir því hvar almenn sannfæring þeirra liggur. Er hún hjá ríkinu eða markaðinum? Fái ég svar við því verður auðvelt að úrskurða.
Páll Magnússon er hugsanlega hægrimaður en með taugar til ríkisrekinnar afþreyingar. Það er minn úrskurður, í bili.
Páll Magnússon íhugar framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
..." ég lít á ríkisvaldið sem skipulagða glæpastarfsemi sem á ekki rétt á sér". Að mínu mati dæma svona skrif sig sjálf. Það er minn úrskurður, í bili, að þeir sem vilja láta taka sig alvarlega og skrifa svona, án rökstuðnings, hljóta að vera í besta falli skemmtiatriði. Gott væri að fá dæmi þjóðfélag/samfélag þar sem ekki er ríkissvald og allir glaðir og kátir.
Hér er párað um vinstri/hægri. Sumir eru fastir í farinu, að þeir sem vilja ekki græða allann daginn, hljóti að vera vondir. Svo eru hinir sem læra af reynslunni, a.m.k hér á Íslandi, að minnkandi ríkisrekstur hefur aldrei tryggt þjóðinni að samfélaginu neitt annað en hækkandi verð og þá aukna verðbólgu um leið. Gott væri að fá dæmi um velheppnaða einkavæðinu sem á endanum (til lengri tíma en 10 ára) skilað þjóðhagslegri, jákvæðri afkomu.
Það er ekkert lengur vinstri/hægri. Það er minn úrskurður í bili, að þetta séu þá meira þeir sem sjá möguleika að ná fé í óhóflegu magni af samborgurum sínum og svo hinir sem vilja meiri jöfnuð og halda sjó.
Sigfús (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 10:24
Tengir þú saman það að tortryggja ríkisvaldið við að vilja græða sem mestan pening? Þá þarf ég e.t.v. að skrifa annan pistil sem byrjar á byrjunarreitnum.
Hvernig skilgreinir þú almennta tortryggni á annars vegar ríkisvald og hins vegar frjálsan markað? Þú vilt ekki nota hægri eða vinstri, heldur hvað?
Geir Ágústsson, 15.7.2016 kl. 10:44
Annaðhvort er maður þjófur sem vill stela eigum annarra, eða maður er það ekki. Það er enginn vegur þar á milli.
"We are living in a sick society filled with people who would not directly steal from their neighbor but who are willing to demand that the government do it for them." - William L. Comer
Það er engin ástæða að Geir sé að endurtaka hluti sem hafa verið útskýrðir margoft áður af sérfræðingum á þessu sviði. "Economics in One Lesson" væri góð byrjun fyrir marga.
Dæmi um einkavæðingu sem skilaði árangri: Kína. Smá einkavæðing hér og þar. Smá eignarréttur gefinn mönnum. Niðurstaða: hundruðir milljóna manna lyfta sjálfum sér upp úr fátæktargildrunni.
D. S. (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 17:37
"Að mínu mati dæma svona skrif sig sjálf."
Bókstaflega skilið, þá álítur þú þessi skrif meðvituð og hugsandi.
"Sumir eru fastir í farinu, að þeir sem vilja ekki græða allann daginn, hljóti að vera vondir."
Hverjir?
"Svo eru hinir sem læra af reynslunni, a.m.k hér á Íslandi, að minnkandi ríkisrekstur hefur aldrei tryggt þjóðinni að samfélaginu neitt annað en hækkandi verð og þá aukna verðbólgu um leið."
Hefur ríkið dregið sig út úr einhverjum rekstri? Ég get í svipinn ekki nefnt innlend dæmi. Ég sé ekki að ríkið hafi dregið sig úr neinu nýlega.
Ég spyr mig í því sambandi hvort einkavæðing bankanna hafi verið annað en lepp-gjörningur, í ljósi þess hvar bankarnir enduðu strax aftur. Svona, ef mönnum skyldi detta í hug að nefna þá.
"Það er ekkert lengur vinstri/hægri."
Hvænær hætti félagshyggjan að vera til? En einstaklingshyggjan? Eða valdtjórnarhyggjan eða frjálshyggjan? Hvað kom í staðinn?
"Það er minn úrskurður í bili, að þetta séu þá meira þeir sem sjá möguleika að ná fé í óhóflegu magni af samborgurum sínum og svo hinir sem vilja meiri jöfnuð og halda sjó."
Þú hefur mjög einfalda og einstaklega svartsýna mynd af samfélaginu: annarsvegar okrarar, hinsvegar kommúnistar.
Allt er bara helvíti hjá þér, og einungis unnt að velja um miskunandi Satan.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.7.2016 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.