Fimmtudagur, 14. júlí 2016
Fánar geta bæði sameinað og sundrað
Í frétt segir svo frá:
Rússneski langstökkvarinn Darya Klishina hefur verið harðlega gagnrýnd í heimalandinu eftir að hún sótti um að fá að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó undir hlutlausum fána.
Þetta hefur varla verið léttvæg ákvörðun fyrir neinn og hvað þá stúlkuna sem á hér í hlut. Hennar valkostir eru að sitja heima eða keppa undir hlutlausum fána. Ástæðan er að sögn lyfjamisnotkun annarra samlanda hennar en kannski býr meira að baki.
Íþróttamenn eru gjarnan álitnir vera eins konar sameiningartákn þjóðar. Íslendingar þekkja þetta vel eftir gott gengi á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fánar geta samt sundrað líka. Yfirvöld eiga ekki að geta þvingað íþróttamenn til að koma fram fyrir hönd ríkisins. Íþróttamenn eiga hiklaust að fá að keppa á eigin forsendum undir hlutlausum fána ef þannig liggur á þeim. Fánar eru oftar en ekki bara táknmynd handahófskenndra lína á landakorti sem halda sumum inni en gjarnan öðrum úti.
Vonandi gengur henni sem best - á eigin forsendum!
Rússar reiðir hugsanlegum ólympíufara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.