Miðvikudagur, 13. júlí 2016
Dæmigerð pólitísk málamiðlun
Lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli er dæmigerð pólitísk málamiðlun sem hentar engum. Í besta falli mun þessi lokun valda óþægindum en í versta falli dauða einhvers sjúklings eða sjúklinga. Hvað ætli mörg sjúkraflug þurfi að enda með dauðsfalli áður en neyðarbrautin verður opnuð aftur? Tíminn mun leiða það í ljós.
Í stað þess að taka hálfan flugvöll úr sambandi hefði annaðhvort átt að halda flugvellinum óbreyttum eða loka alveg og koma á öðru fyrirkomulagi fyrir sjúkraflug. Innanlandsfluginu er almennt heldur engin greiði gerður með þessu. Hvað segja landsbyggðarþingmenn við því?
Reykjavík sárvantar peninga til að moka ofan í hallarekstur sinn og skuldsetningu því lengra kemst borgin ekki í skattheimtu og ekki dettur neinum þar í hug að skera niður báknið. Er það ekki einfaldlega kjarni málsins hér?
Neyðarbraut breytt í flugvélastæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.