Skipulagsvaldið er kverkatak yfirvalda

Ekki veit ég hvernig það kom til að hið opinbera mætti beita skipulagsvaldinu eins og því sýnist, en það er raunin.

Með skipulagsvaldinu er hægt að loka á viðskiptavini, þvinga fyrirtæki í gjaldþrot, aðskilja fólk frá heimilum sínum, ákveða hvað sé selt og til hvers og hvar, skipta sér af opnunartímum og senda fullorðið fólk heim að sofa.

Skattheimta er jafnvel óþjálla stjórntæki því hana þarf að ákveða samkvæmt ákveðnum ferlum sem taka tíma. Skipulagsvaldinu má beita eftir einn fund með útvöldum einstaklingum. 

Er engin leið til að losa um þetta kverkatak hins opinbera á fólki og fyrirtækjum?


mbl.is Ósáttur við borgina og lokar Minju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt þú værir hlynntur eignarétti?

Þessi réttur kemur auðvitað til vegna þess að sveitarfélagið á landið og er því frjálst að ákveða hvernig það er nýtt.

Það er síðan ágætlega mikið ferli á bakvið skipulagsbreytingar, enda er þetta ákveðna mál sem hann er að kvarta yfir búið að vera í vinnslu í 3 ár, ásamt því að hafa ekki einu sinni bein áhrif á hann.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.6.2016 kl. 18:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er einmitt mjög hlynntur eignarétti. Hérna hefur íslensk löggjöf svo sannarlega verið gjafmild við sveitarfélög. Menn fá, að mér skilst, ekki að kaupa lóð heldur "leigja". Er það ekki sniðug leið til að segja verslunum hvenær þær eiga að loka og fullorðnu fólki hvenær það á að fara heim af djamminu? 

Þetta tiltekna mál er kannski ekki það stærsta, en borgin flækist einfaldlega mun víðar fyrir. Til dæmis viðheldur hún einhverju handahófskenndu hlutfalli um hvað má reka mikið af veitingahúsum í miðbænum miðað við smásöluverslanir. Borgin á sem sagt ekki bara landið heldur getur hún komið inn í leigusamninga á milli einkaaðila - þess sem á húsnæði á landi í eigu borgar og þess sem leigir það - og bannað innréttingu á húsnæðinu á ákveðinn hátt.

Hver gaf annars sveitarfélaginu allt þetta land? Hvenær frá því Ingólfur Arnarson reisti bæ í Reykjavík og til dagsins í dag eignaðist sveitarfélag alla Reykjavík?

Geir Ágústsson, 23.6.2016 kl. 04:50

3 identicon

Þú hefur alltaf möguleikan á að kaupa þitt eigið land, þú verður bara að gera það utan sveitarfélags. Það þýðir auðvitað að þú færð ekki vissa þjónustu og spurning er hvort verslun sem þú settir þar upp yrði jafn farsæl og inni í sveitarfélagi. En það er val sem þú þarft að eiga við sjálfan þig.

Jam, hún getur það vegna þess að leigusamningurinn fyrir lóðina sem bygginginn stendur á segir að borgin getur það. Þér er frjálst að forðast þannig samninga eins og ég benti á hér að ofan.

Þegar Reykjavík var stofnuð þá var þetta fyrirkomulag ekki til staðar, Reykjavík (sem svæði) var búin til úr landi í jörð Seltjarnanes en flestar byggingar stóðu á eignarlandi. RVK hefur keypt mest allt eignarlandið síðan þá þótt ennþá eru fáein hús í miðbænum sem standa á eignarlandi. Stæðsti hluti nútíma RVK stendur á landi sem keypt var af bóndajörðum seinna meir eins og Grafarvogur, Árbær og Breiðholt.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 08:47

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Elfar,

Takk fyrir upplýsandi athugasemd.

Svo virðist sem borgin noti skattfé sem það kreistir úr íbúum sínum til að kaupa upp stórar landspildur svo hún geti haft alræðisvald um það hvenær fullorðið fólk fer heim að sofa og ákveðið hver selur hamborgara og hver selur nærbuxur. 

Það blasir hér við lausn á vandræðum Reykjavíkur, sem virðist bæði ganga illa að skipuleggja svo vel sé og láta reksturinn á borgarsjóði ganga upp: Að borgin selji stóra hluta lands síns til einkaaðila.

Tvær flugur slegnar í einu höggi - borgin getur einbeitt sér að öðru en að skipta sér af öllu og öllum, og getur í leiðinni greitt upp skuldir sínar. Þá er kannski von til að borgin geti á ný sinnt þeim hlutverkum sem íbúar í raun og veru búast til að borgin leysi.

Geir Ágústsson, 24.6.2016 kl. 03:41

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Síðan leitar á mig spurning:

Ef ríkið er að LEIGJA land, af hverju þurfa leigjendur þá að borga bæði leigu OG útsvar til að fá ýmsa þjónustu?

Maður sem leigir íbúð gerir það yfirleitt á þeim forsendum að leigusalinn sjái um viðhald og endurnýjun og þess háttar.

Maður sem leigir land af borginni fær greinilega enga þjónustu nema hann borgi að auki útsvar. 

Borgin sem leigusali er því að rukka tvöfalt. 

Geir Ágústsson, 24.6.2016 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband