Sunnudagur, 29. maí 2016
Kennslubókardæmi sem ekki er kennt
Ástandið í Vensúela núna er fyrirsjáanlegt og óumflýjanlegt og á ekki að koma neinum á óvart. Venesúela er kennslubókardæmi um afleiðingar sósíalisma. Gallinn er sá að þetta kennslubókardæmi er lítið kennt.
Alveg þar til undir það allra síðasta voru vinstrimenn um allan heim að lofa yfirvöld í Venesúela fyrir ástandið þar í landi. Menn hafa jafnvel leyft sér að kalla Vensúela fyrirmynd fyrir önnur ríki. Þó var Vensúela ekki á annarri vegferð en mörg af fátækustu ríkjum heims hafa verið á um árabil, t.d. mörg þeirra sunnan Sahara.
Þau ætla seint að læra hagfræði sem vit er í, þessum Suður-Ameríkuríkjum. Alltaf skal fjöldinn elta þann sem lofar mest. Margir Vesturlandabúar sem borða kapítalíska köku til að skíta sósíalískum skít gera svo illt verra með því að styðja við bakið á þeim sem syngja söngvana þeirra. Verst að nú vantar klósettpappírinn í Venesúela til að hreinsa upp þann skít.
450% verðbólga í Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"....sem borða kapítalíska köku til að skíta sósíalískum skít gera svo illt verra með því að...."
Skítalykt af þessum heimskulega pistli þínum Geir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.5.2016 kl. 18:33
Ég afsaka orðbragðið en ég varð að koma klósettpappírskorti Venesúela að einhvern veginn.
Hvað varðar allt hitt þá vona ég að menn verði ekki sárir en jú - ástandið er fyrirsjáanlegt og ætti ekki að koma neinum á óvart.
Geir Ágústsson, 29.5.2016 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.