Víkingar í ofsaveðri

Veðurfar víða um heim fer nú að líkjast því og mannkynið bjó við á tímum víkinganna. Kartöflur og rófur voru ræktaðar á Grænlandi og þar var hægt að stunda sauðfjárbúskap. Korn var ræktað víða um land á Íslandi. Um 1000 árum fyrr ræktuðu Rómverjar vín á Englandi og allar menningarþjóðir heims upplifðu gullöld. 

Þetta voru víst alveg voðalegir tímar. Torfbæirnir hljóta að hafa þolað vindkviður í fellibylsstyrk. Víkingaskipin hljóta að hafa þurft að brjótast í gegnum gríðarlegar öldur. Vínekrur Englands á tímum Rómverja hafa verið alveg sérstaklega sterkbyggðar.

Eða hvað?

Þeir sem tala um núverandi breytingar á loftslagi og hörmungar þeirra þurfa að fara passa sig. Heimsendaspár þeirra hafa nú dunið á okkur í ansi mörg ár og jafnvel áratugi. Strákurinn sem kallaði úlfur, úlfur var hunsaður eftir tvær falskar tilkynningar. Hvað eiga heimsendaspárnar að dynja oft á okkur þar til þær fá ekki langa og ítarlega umfjöllun í fjölmiðlunum lengur?

Þess má nú samt geta að auðvitað er allt í lagi að vera á varðbergi. Búist maður við stærri öldum þarf hann að styrkja flóðgarða sína. Búist hann við hvassari vindkviðum þarf hann að festa þakið betur. Sá sem vill halda aftur af mengun þarf að krefjast þess fyrir dómstólum að þeir verji eignir hans fyrir neikvæðum áhrifum af iðju annarra. 

Stjórnmálamenn hafa engu hlutverki að gegna hér. Þeir eiga hvorki að beita ríkisvaldinu til að skipta sér af né fjármagna einhliða vísindaáróður sem á að renna fræðilegum stoðum undir umsvifamikið ríkisvald.

Loks má auðvitað benda á að besta vörnin gegn öfgaveðrum er gott hús. Hverjir hafa efni á góðu húsi? Nú þeir sem eru efnaðir. Hverjir eru efnaðir? Þeir sem geta framleitt verðmæti. Hverjir geta það? Þeir sem búa við tryggan eignarétt, fyrirsjáanlegt ríkisvald og greiðan aðgang að heimsmarkaðinum.


mbl.is Öfgaveðurtilfellum mun fjölga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband