Gott en hugsanlega of seint

Ítarleg yfirlýsing og nákvæm svör við spurningum vegna eigna og umsýslu eigna eiginkonu forsætisráðherra er gott innlegg í umræðu sem einkennist sennilega fyrst og fremst af upphrópunum. 

Það er hæpið að forsætisráðherra hafi í starfi sínu barist gegn hagsmunum almennings til hagsbóta fyrir eiginkonu sína. Það er sennilega rétt að eiginkonan hefur tapað miklu fé og síður en svo grætt á starfi eiginmanns síns. 

Hins vegar er óheppilegt að hjónin hafi ekki verið búin að sjá þetta mál fyrir með því að lýsa aðstæðum sínum áður en einhver blaðamaður fór að grafast fyrir um hagsmuni þeirra og eignir.

Sennilega þarf forsætisráðherra að segja af sér til að tryggja vinnufrið fyrir ríkisstjórnina. Hann gæti komið vel út þannig og mætt tvíefldur til leiks í næstu kosningum. Það væri enginn ósigur fyrir hann sem stjórnmálamanns. 

Það er að vísu engin hefð fyrir því að ráðherrar segi af sér á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru hér bestu dæmin. Þau mega telja sig heppin að hafa ekki verið dregin fyrir einhvern rannsóknarréttinn til að svara fyrir verk sín.

Ég vona að forsætisráðherra segi af sér svo málefni hans flækist ekki fyrir ríkisstjórninni. Hann getur svo bara boðið sig fram aftur. 


mbl.is Hvað snýr upp og niður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvaða verk hefði átt að draga Jónönnu og Steingrím fyrir rannsóknarrétt út af? Þau unnu kraftaverk við að reysa Ísland upp úr því hruni sem stjórnarstefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks olli þjóðinni. Vissulega gerðu þau einhver mistök við það risavaxna og óþakkláta verkefni en að þau hafi gert eitthvað sem kalli á rannsóknarrétt svo ekki sé talað um ákæru er út úr öllu korti.

Sigurður M Grétarsson, 27.3.2016 kl. 14:39

2 identicon

Nú fara forsetakosningarnar á fullt eftir páska þá mun koma ró á málefni forsætisráðherrans og spennan og sviðið færast yfir á Bessastaði. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá Davíð Oddsson taka slaginn og vinna kosningarnar eins og honum er einum lagið. Davíð á Bessastaði! Fáum fjör í umræðuna sem er skemmtileg og vonandi uppbyggileg!

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 14:44

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kosningin til stjórnlagaþings var dæmd ólögleg. 

Vogunarsjóðum var nánast gefið kröfur á íslenska skuldara á bak við lokuð tjöld við einhverjar laumulegustu einkavæðingu bankanna sem um getur.

Erlendur ríkisborgari var skipaður í eitt æðsta embætti ríkisins (seðlabankastjóra) í trássi við stjórnarskrá.

Öll aðförin að stjórn Seðlabanka Íslands var auðvitað einn stór brandari sem einkenndist af hefnigirni og leit að blórabögglum. 

Landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde var pólitísk krossför sem skildi ekkert eftir sig nema útgjöld og sársauka. 

Icesave-málin voru hneyksli sem tókst sem betur fer að koma í veg fyrir að rættust að ósk þeirra.

Ríkisstjórnin hækkaði alla skatta og bætti við nýjum, meðal annars til að fjármagna tilgangslausar vegferðir inn í ESB. Innviðir voru vanræktir svo enn sér á þeim. 

Þetta var hræðileg ríkisstjórn sem skildi eftir sig rústir og málaferli. 

Geir Ágústsson, 27.3.2016 kl. 14:45

4 identicon

Sæll Geir - sem og aðrir gestir, þínir !

Sigurður M Grétarsson !

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon: er nákvæmlega sömu GLÆPASPÍRURNAR, og núsitjandi valdhafar, hafi framhjá þér farið, ágæti Kópavogsbúi.

Þú ert - sami flokks trúi Sauðurinn, á hverju sem gengur Sigurður minn / þrátt fyrir að ískaldar staðreyndir sögunnar:: nokkur ár aftur í tímann, ætti að segja þér sem okkur hinum, hvers lags hjú Jóhanna og Steingrímur J., voru / og:eru raunar enn þann dag, í dag.

Baldvin Nielsen !

Ósköp eru þau vönkuð: sem fátækleg, þín viðhorf og úrlausnir, ágæti drengur.

Að endingu - skyldi þakka Geir síðuhafa fyrir, glögga framsetningu á þessum hroða, sem ísl, stjórnsýsla virðist seint og illa, geta af sér borið.

Meira að segja Mugabe gamli: suður í Zimbabwe, hefir tæpazt þá auðgi hugmynda til að bera, til hræringa í sínum spillingarpottum þar syðra, og er þá all nokkuð mikið sagt.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og áður / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 15:24

5 identicon

Íslenska þjóðin stórgræddi á hruninu. Það voru afskrifaðar um 10 þúsund milljónir íslenskar krónur af þeim 14 þúsund sem þjóðarbúið skuldaði 6.okt.2008  ATH að þessar skuldir voru í erlendum gjaldmiðli sem voru afskrifaðar ef þessar afskriftir hefðu ekki notið við væri hrikalegt hér á Íslandi um að litast í efnahagsmálunum.

Kannski var íslenska þjóðin bænheyrð í gegnum Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra þegar hann bað til Guðs í beini útsendingu frá Alþingi Íslendinga en þar bað Geir Guð að grípa inn og hjápa okkur með þessum frægu orðum ,,Guð blessi Ísland'' Að sleppa með svona miklar afskriftir og fá Eyjafjallakosið tveimur árum seinna og alla þá ferðamenn sem því hefur fylgt var kannski hluti af því sem við fengum í gegnum bænina hjá Geir H. Haarde

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 15:33

6 identicon

Sæll Óskar

Ég er sammála þér að á svona degi eigi aðrir en ég að tala fyrir upprisu manna á stjórnmálasviðinu sérstaklega ef þeir koma úr Sjálfstæðisflokknum. Ég var reyna að koma því að í örstuttu máli að maður heyrir í þögninni sem er núna í kringum Davíð Oddsson. Ef Davíð stígur fram og gefur kost á sér til forsetans þá mun þjóðin kjósa hann það er mín trú sem þarf ekki að vera ávísun hvað ég komi til með að gera í kjörklefanum í júni nk.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 15:59

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Geir. Tökum þetta lið fyrir lið.

Stjórlagakosningin var ekki dæmd ólögleg heldur voru ákveðin atriði í framkvæmd hennar af hendi kjörstrjórnar, ekki ríkisstjórnarinnar; dæmd það mikill galli að rétt væri að ógilda kosningarnar jafnvel þó ljóst væri að hann hafi ekki haft áhrif á niðurtöðu kosningarinnar.

Kröfuhöfum voru ekki gefnar neins skuldir. Það voru gömlu bankarnir sem áttu þær og þar með vogunarsjóðirnir. Ástæða þess að ákveðið var að þvinga kröfuhafana til að breyta eignum sínum í gömlu bönkunum að hluta í eign í nýju bönkunum var sú að annars hefði ríkissjóður þurft að leggja þeim til hunduruði milljarða í eigið fé sem ríkissjóður átti ekki til og hefði þurft að taka að láni. Þar sem ljóst var að mikil áhætta væri í rekstri bankanna þá hefði það hæglega getað orðið tapað fé og því var einfaldlega talin vera of mikil áhætta fyrir ríkissjóð að gera það. Þetta hefði leitt gil mun hærri vaxtagreiðslan ríkissjóðs sem þó var 20% af útgjöldum ríkisins á þessum tíma.

Það var einfaldlega leitað til manns með reynslu vegna mikilvægis þeirra aðgerða sem Seðlabankinn þurfti að fara út í og það er ekkert í stjórnarskrá sem bannar það.

Það var engin aðför gerð að seðlabankanum. Það var nauðsynlegt að hreinsa út hin óhæfa Davíð Oddson sem hafði settn han á hausinn til að hægt væri að stjórna honum með viti. Einnig voru hinir bankastjórnarnir settir af. Þetta var mjög þörf aðgerð sem var gerð með þjóðarhag í huga. Það var ráðning Davíoð í starf seðlabankastjóra sem var reginhneyksli og það mörg hundurð milljarða tap sem hann varð fyrir vegna óhæfs bankastjórna er skýrt dæmi um þann skaða sem það getur valdið að ráða menn pólitískt í svona stöður sem ekki hafa hæfi til að bera til að sinna þeim. Davíð Oddson hröklaðist síðan úr þeim stóli efitr að vera búinn að drulla upp á bak.

Geir var dæmdur sekur í alvarlegum ákærulið í Landsdómsmálinu sem sýnir að það var full ástæða til að ákæra hann og er í raun áfellisdómur yfir þeim sem ekki vildu gera það. Það að ráða síðan þennan dæmda mann í stöðu sendiherra og taka hann þar fram yfir menn með mikla reynslu úr utanríkismálum er hins vegar skýrt dæmi um sams konar spillingu og ráðning Davíðs Oddsonar í stól seðlabankastjóra var. Svo má reyndar að lokum benda á að bæði Jónanna og Steingrímur greiddu atkvæði gegn því að áæra Geir í Landsdómsmálinu. Það er því svolítið skrítið að reyna að klína því á þau.

Í Icesave málinu var ríkisstjórnin að vinna eins og hún taldi best fyrir íslenska hagsmuni. Það fólst gríðerleg áhætta í því að láta málið fara fyrir dómstóla og það hefði getað farið illa. Í því efni verður að hafa það í huga að sá hluti málsins sem sérfrtæðingar töldu mestu hætturna á að við mynum tapa í málinu fékkst vísað frá dómi án efinslegrar meðferðar vegna mistaka ESA við málhöfðunina. Það var ekki fyrirséð þegar það þurfti að taka ákvörðun um það hvort semja skyldi eða láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hefðir þú talioð þá sem börðst gegn samningum þufa að svara fyrir dóstólum ef við hefðum tapað málinu fyrir EFTA dómstólnum?

Þegar ríkisstjórn tekur við ríkissjóði með 216 milljarða halla eftir hrun í boði ríkisstjórnar Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks þá er ekki hjá því komist að hækka skatta og draga úr ríkisútgjödlum því skuldastaða ríkissjóðs hefði fljótt orðið óbærileg hefði ekki verið gripið strax í taumana til að minnka og síðan eyða ríkissjóshalla. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótur tókst á 4 árum að eypa þessum ríksisjóðhalla án þess að ganga um of á kjör þerra verst settu og er það kraftaverk sem ber að hrósa þeim og þakka fyrir en ekki að níða af þeim skóinn af því að lífskjör flestra Íslendinga versluðu. Það var sök þeirra sem ollu hruninu en ekki þeirra sem tóku til eftir það og reystu íslenskan efnahag við.

Enn hefur þú ekki getað bent á neitt atriði sem kallar á rannsóknarnefnd eða lögsókn gegn Jóhönnu eða Steingrími. Ég bíð enn eftir dæmi um slíkt sem heldur vatni.

Sigurður M Grétarsson, 27.3.2016 kl. 17:01

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Talaðu þig til dauða, ritaðu þig til dauða....

Trúir þú þessu sem þú ert búinn að setja á ritvöllinn Sigurður? Það er innan við 7% þjóðarinnar sem trúir þessu, hinir fá kjánahroll.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.3.2016 kl. 18:30

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M Grétarsson. Aðra eins rangtúlkun á dómi EFTA-dómstólsins í Icesave málinu hef ég sjaldan augum litið. Ég mæli með því að lesir þann hluta tilskipunarinnar um innstæðutryggingar sem leggur blátt bann við ríkisábyrgð, og endurskoðaðu svo afstöðu þína til hvort það hafi falist nokkur áhætta í því að fá þá reglu staðfesta með dómi? Væri maður ákærður fyrir að aka yfir gatnamót gegn grænu ljósi, hvaða áhætta myndi þá felast í því að leita staðfestingar dómstóla á því að engin lög hafi verið brotin?

Já, það sækir sko að manni aulahroll við lestur á svona vitleysu.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2016 kl. 19:49

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sindri. Þetta eru staðreyndir málsins og það hefur ekki farið fram nein skoðanakönnun um trú manna á þeim.

Guðmundur Ásgeirsson. Það sem áhættan var fyrir dómstólnum var meðal annars það að ríkið hafi skapap sér ábyrgð með neyðarlögnum þar sem innistæðueigendum var mismunað eftir því hvort þeir áttu innistæður í íslenskum eða erlendum útibúum Landsbankans. Það var þar sem margir helstu lögfræðingar í málinu töldu mestu hættuna á að dómur yrði okkur í óhag því þetta bryti í bába bið bæði jafnærðisákvæði íslensku stjórnarskrárinnar og jafnvæðisreglu ESB reglna sem voru hluti EES samningsins. Það var því mikil hætta á að við töpuðum málinu út frá því. 

Það sem hins vegar gerist var að við náðum að fá þeim lið vísað frá á grunvelli tækinatriðis sem kom til vegna mistaka ESA við málshöfðunina. Það sem þar gerðist var að ESA tengdi kröfu sína um jafnræðið við innistæðutrygginguna en ekki bara almennt jafnræði með kröfu um að íslenska ríið tryggði allar innistæður í Landsbankanum óháð því í hvaða útibúi það var gert. Sennilega hafa þeir gert það því hvork Bretar nér Hollendingar höfðu áhuga á að setja Ísland endanlega á hausinn. 

En það varð til þess að lögfræðiteyni Íslands í málinu gat vístað til þess að þessi krafa hafi ekki verið orðin virk fyrr en búið var að lýsa Landsbankan ógjalfræran og gera kröfu á innistæðutryggingarsjóð í kjölfar þess. En það gerðist hins vegar ekki fyrr en eftir að búið var að skipta bankanum upp í innlendan og erlendan hluta samkvæmt neyðarlögunum þannig að þegar þessi tailskipun varð virk voru engin erlend útibú eftir í bankanum og því engin mismunun til staðar milli eigna í innlendum og erlendum útibúum.

Þarna sluppum við sem sabt fyrir horn út á tækniatriði. Hver hefði orðið niðurstaðan hefði þessi mismunun verið tekin til efnislegrar meðferðar vitum við ekki en það eru fáir sem trúa því að við hefðum getað unnið það því til þess hefðum við þurft að færa rök fyrir því að þessi mismunun hafi veirð nausðynleg til að koma í veg fyrir neyðarástand hér á landi og það er fátt sem bendir til þess að það hefði ekki verið hægt að komast hjá þvi án slíkrar misnununar.

Sigurður M Grétarsson, 28.3.2016 kl. 12:04

11 Smámynd: Steinarr Kr.

Sigurður er greinilega einn af síðustu samfóistunum.  Það ótrúlega er að Ísland reis þátt fyrir Steingrím og Jóhönnu.

Steinarr Kr. , 28.3.2016 kl. 12:20

12 Smámynd: Jónas Kr

Geir segir;"Vogunarsjóðum var nánast gefið kröfur á íslenska skuldara á bak við lokuð tjöld við einhverjar laumulegustu einkavæðingu bankanna sem um getur."

Hvaða endemis þvæla er þetta. Kröfuhafar hafa væntanlega selt sínar kröfur sjálfir. 

Jónas Kr, 28.3.2016 kl. 12:55

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður.

"Það sem áhættan var fyrir dómstólnum var meðal annars það að ríkið hafi skapap sér ábyrgð með neyðarlögnum þar sem innistæðueigendum var mismunað eftir því hvort þeir áttu innistæður í íslenskum eða erlendum útibúum Landsbankans. ..."

Þetta er kolrangt, það fólst ekkert slíkt í neyðarlögunum svokölluðu:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.125.html

"6. gr: Við skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl."

Þarna er enginn greinarmunur gerður á því hvort innstæðurnar voru í þessu eða hinu útibúinu, og enn síður eftir því hvar þau voru staðsett. Auk þess var Icesave útibúið ekki staðsett lengra frá Íslandi heldur en í Austurstræti í Reykjavík, þetta var bara netbanki sem útlendingar gátu fengið aðgang að frá sínum heimalöndum. Það var tekið sérstaklega á þessu atriði í dómi EFTA-dómstólsins, sem hafnaði öllum röksemdum ESA um meinta mismunun, enda var engum mismunað. Einu innstæðurnar sem urðu óaðgengilegar og virkjuðu innstæðutryggingu voru innstæður á Icesave reikningum og þær fengu allar sömu meðferð. Aðrar innstæður þ.e. þær sem voru í útibúum sem störfuðu innanlands, urðu aldrei óaðgengilegar þar sem þær voru fluttar yfir í nýja og rekstrarhæfa banka á Íslandi. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að gera það sama fyrir Icesave innstæður var að þær voru í erlendum gjaldeyri, og stríðsaðgerðir Breta gegn Íslandi komu í veg fyrir að hægt væri að hreyfa neitt við þeim haustið 2008, og það var ekki íslenskum stjórnvöldum að kenna heldur breskum. Til þess að hindra bankahrun á sínum heimamörkuðum ákváðu svo bresk og hollensk stjórnvöld að setja ekki aðeins ríkisábyrgð á innstæður heldur greiða þær beinlínis út með fé úr ríkissjóði, en með því gerðust þau brotleg við það bann sem tilskipunin leggur við ríkisábyrgð. Á hinn bóginn er rétt að benda á í þessu samhengi, að það voru einmitt íslensku neyðarlögin og forgangur krafna vegna innstæðna sem gerðu breskum og hollenskum stjórnvöldum kleift að endurheimta að fullu allt það sem þau höfðu þannig lagt út, án nokkurrar skerðingar líkt og almennir kröfuhafar máttu sæta.

"Það sem hins vegar gerist var að við náðum að fá þeim lið vísað frá á grunvelli tækinatriðis sem kom til vegna mistaka ESA við málshöfðunina. Það sem þar gerðist var að ESA tengdi kröfu sína um jafnræðið við innistæðutrygginguna en ekki bara almennt jafnræði með kröfu um að íslenska ríið tryggði allar innistæður í Landsbankanum óháð því í hvaða útibúi það var gert."

Þetta er líka rangt. Þessum lið var alls ekki vísað frá dómi, heldur var leyst úr honum efnislega eins og hér að framan var rakið. Þetta var ekki vegna neinna mistaka við málshöfðunina, annarra en þeirra að fyrir henni var aldrei neinn efnislegur grundvöllur. Íslenska ríkið gekkst aldrei í fjárhagslega ábyrgð fyrir innstæðum eða tryggingu þeirra, enda var slíkt óheimilt samkvæmt tilskipuninni, enda var kröfu ESA þar að lútandi alfarið hafnað af EFTA-dómstólnum sem kvað skýrt á um að skyldur ríkisins samkvæmt tilskipuninni afmörkuðust við að koma á fót innstæðutryggingasjóði og regluverki í kringum hann, en ekki að fjármagna hann með ríkisábyrgð enda er lagt blátt bann við slíkri ríkisábyrgð í tilskipuninni sem og almennum ákvæðum EES-samningsins um bann við ríkisstuðningi samkeppnisrekstrar.

"En það varð til þess að lögfræðiteyni Íslands í málinu gat vístað til þess að þessi krafa hafi ekki verið orðin virk fyrr en búið var að lýsa Landsbankan ógjalfræran og gera kröfu á innistæðutryggingarsjóð í kjölfar þess. En það gerðist hins vegar ekki fyrr en eftir að búið var að skipta bankanum upp í innlendan og erlendan hluta samkvæmt neyðarlögunum þannig að þegar þessi tailskipun varð virk voru engin erlend útibú eftir í bankanum og því engin mismunun til staðar milli eigna í innlendum og erlendum útibúum.

Þarna sluppum við sem sabt fyrir horn út á tækniatriði. ..."

Þetta er að hluta til rétt, að öðru leyti því en að þetta er ekki neitt minniháttar tækniatriði, heldur var þetta það atriði sem réði efnislega úrslitum um þá kröfuliði ESA sem sneru að meintri mismunun. EFTA-dómstóllinn leysti efnislega úr þessu atriði, og ítrekaði í umfjöllun sinni um það þá niðurstöðu sem komist var að í fyrsta kröfuliðnum, að engin greiðsluskylda hvíldi á ríkinu vegna innstæðna heldur eingöngu á innstæðutryggingasjóðnum. Jafnframt var gerður skýr greinarmunur á því að þær aðgerðir sem fólust í því að færa ákveðna hluta af rekstri fallna bankans yfir í nýjan banka, þar á meðal innstæður og eignir á móti þeim, fól í sér beitingu á slitastjórnarvaldi sem hafði í sjálfu sér ekkert með innstæðutryggingar að gera. Málshöfðunin sneri alls ekki að því hvort íslenskum stjórnvöldum hafi verið þetta heimilt, enda hefur það aldrei verið umdeilt að ríkjum á EES-svæðinu sé heimilt að grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækja á fallandi fæti og endurskiðpuleggja starfsemi þeirra. Slíkt hefur verið gert í einhverjum mæli í öllum ríkjum EES í kjölfar fjármálahrunsins.

"Hver hefði orðið niðurstaðan hefði þessi mismunun verið tekin til efnislegrar meðferðar vitum við ekki en það eru fáir sem trúa því að við hefðum getað unnið það því til þess hefðum við þurft að færa rök fyrir því að þessi mismunun hafi veirð nausðynleg til að koma í veg fyrir neyðarástand hér á landi og það er fátt sem bendir til þess að það hefði ekki verið hægt að komast hjá þvi án slíkrar misnununar."

Eins og fyrr sagði þá VAR sá ákæruliður sem sneri að meintri mismunun tekinn til efnislegrar meðferðar, og er einfaldlega rangt hjá þér að halda öðru fram. Það sem meira er, þá var efnisleg niðurstaða um þann ákærulið sú að íslenska ríkið hefði einmitt EKKI sýnt af sér neina mismunun. Hvort þú eða einhverjir trúa því eða ekki er alfarið ykkar vandamál, en alltént stendur þetta skýrum stöfum í dómi EFTA-dómstólsins. Ég skora á þig og aðra vantrúaða einstaklinga að lesa þann dóm vandlega áður en þið tjáið ykkur um einhverjar ranghugmyndir sem þið kunnið að hafa um niðurstöður hans:

E-16/11 - EFTA Surveillance Authority v Iceland

178. mgr.: "...the Court holds that the Directive does not envisage that the defendant itself must ensure payments to depositors in the Icesave branches in the Netherlands and the United Kingdom, in accordance with  Articles 7 and 10 of the Directive..."

214. mgr: "Moreover, domestic deposits did not become unavailable within the  meaning of Article 1(3) of the Directive. The transfer of domestic deposits to New Landsbanki was made before the FME made its declaration triggering the application of the Directive. Accordingly, depositor protection under the Directive never applied to depositors in Icelandic branches of Landsbanki."

216. mgr: "In the present case, difference in treatment of this kind was not possible. Consequently, the transfer of domestic deposits – whether it leads in general to unequal treatment or not – does not fall within the scope of the non- discrimination principle as set out in the Directive."

226. mgr: "This, however, is not required under the principle of non-discrimination. Article 4 EEA requires that comparable situations must not be treated differently. A specific obligation upon the defendant that, in any event, would not establish equal treatment between domestic depositors and those depositors in Landsbanki’s branches in other EEA States cannot be derived from that principle. Consequently, this plea cannot succeed on the basis of Article 4 EEA.

227. mgr: "For the sake of completeness, the Court adds that even if the third plea had been formulated differently, one would have to bear in mind that the EEA States enjoy a wide margin of discretion in making fundamental choices of economic policy in the specific event of a systemic crisis provided that certain circumstances are duly proven. This would have to be taken into consideration as a possible ground for justification. In the earlier case of Sigmarsson, the applicant itself underlined this point..."

Síðasta málsgreinin sem hér er vitnað til er mjög athyglisverð, því þar bendir dómstóllinn sérstaklega á að Eftirlitsstofnun EFTA hafi sjálf viðurkennt í öðru máli (er varðaði fjármagnsshöftin) að aðildarríkin nytu umtalsverðs svigrúm til að ákveða sjálf hvernig þau höguðu aðgerðum sínum til að takast á við hrun fjármálakerfisins. Þess vegna hefði engu breytt um niðurstöðuna þó kröfugerð stofnunarinnar hefði verið öðruvísi sett fram.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2016 kl. 15:20

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Geir, þú gleymdir nátturulega að minnast á það að Jóhanna var ákærð og fundin sek um brot á jafnréttislögum, ef það er ekki ávísun á að þurfa segja af sér að vera fundin sekur fyrir glæp, þá veit ég ekki hvað er...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.3.2016 kl. 15:43

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mátt gjarnan bæta því við að Svandís Svavarsdóttir er ekki síðra glæpakvendi, það var ekki nóg fyrir hana að tapa málinu gagnvart skipulagsmálum við Þjórsá í undirrétti, heldur er vitsmunabrekkan svo brött að hún ákvað að tapa því einnig fyrir hæstarétti.

Og situr sem fastast á þingi og datt ekki í hug að segja af sér ráðherradómi enda téður Jóhann Prins í forsæti og munaði lítið um þetta andskotans pjatt í dómstólunum, gaf þeim fingurinn og sagðist ekki þurfa að fara eftir vilhöllum dómstólum þegar kæmi að hinu og þessu.

Ljóta upptalningin en svona var þetta víst.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.3.2016 kl. 16:19

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór. Lögbrot er ekki glæpur nema brotið sé refsivert.

Sindri. Það er ekki glæpur að taka ógildanlega stjórnvaldsákvörðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2016 kl. 20:36

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk allir fyrir fróðleg innlegg.

Icesave-klúðrið, týndu fundargerðirnar og fleira gott frá ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms verður eflaust verðugt rannsóknarefni á næstu árum. Þau sleppa sennilega við kærur og hefnigirni og fá að setjast í helgan stein með slæma samvisku. 

Geir Ágústsson, 29.3.2016 kl. 07:31

18 identicon

Geir, allt sem þú telur upp frá fyrri ríkisstjórn á sér eðlilegar skýringar og þar er ekkert sem þarf að rannsaka frekar. Fyrri ríkisstjórn bar hag almennings fyrir brjósti og náði svo góðum árangri að eftirtekt vakti um allan heim. 

Núverandi stjórnvöld komust til valda með svikum og prettum og telja sig geta hagað sér eins og þeim sýnist þvert gegn eigin loforðum og meirihlutavilja þjóðarinnar. Hundruð milljarða hafa verið flutt frá almenningi til auðmanna. Hvert ár sem upptaka evru tefst kostar okkur 100-200 milljarða.

Almenningur vill bætta þjónustu. Hann vill því ekki almenna lækkun skatta. Þvert á móti er nauðsynlegt að hækka skatta á auðmenn og hátekjufólk. Þá myndast svigrúm til að lækka lægsta skattþrep og bæta þjónustuna. 

Ég velti fyrir mér hvort stuðningsmenn hægri flokkanna séu upp til hópa heimskingjar. Svo virðist vera þegar þeir tjá sig um Icesave. Þeir vita greinilega ekki út á hvað málið gekk.

Þeir hafa greinilega ekki hugmynd um að með því að hafna samningnum var tekin gífurleg áhætta. Þeir vita greinilega heldur ekki að það smáræði sem við hefðum þurft að greiða var eflaust minna en kostnaðurinn við að halda málinu til streitu td vegna lækkaðs lánshæfismats sem fór niður í ruslflokk þegar ÓRG boðaði til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Það er eins með Sigmund Davíð og stuðningsmenn hans. Ég veit ekki hvort hann var að blekkja okkur með því að tala um eign konunnar eða hvort hann sé virkilega svo illa að sér að vita ekki að eign skráð á konuna hans er jafnt hans eign nema gerður sé kaupmáli sem nú er komið í ljós að var ekki gerður.

Að sjálfsögðu á SDG ekkert val. Hann verður að segja af sér. Hann var ekki bara vanhæfur vegna Tortola-eignarinnar. Viðbrögð hans sýna að hann er einnig óhæfur. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.3.2016 kl. 16:43

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Takk fyrir innlegg þitt, og sérstaklega þá skoðun þína að "ekkert" þurfi að rannsaka frá stjórnartíð Jóhönnu og Steingríms. Verk þeirra virðast í þínum huga vera hafin yfir allan vafa og því er hér með komið á framfæri. 

Geir Ágústsson, 30.3.2016 kl. 12:25

20 identicon

Rétt, ekkert i störfum fyrri ríkisstjórnar gefur tilefni til rannsóknar af hálfu ríkisins. Þar með er ekki sagt að engin mistök hafi verið gerð en það er af og frá að um eitthvað saknæmt hafi verið að ræða eða eitthvað sem hefur valdið tjóni að ráði.

Ekki var hægt að sjá fyrir niðurstöðu úr flóknum lögfræðilegum álitmálum. Ef Jóhanna hefði gert það sem seinna var dæmt löglegt hefði hún lent í miklum vandræðum vegna þess að þá hefði hún ráðið flokkssystur sína þvert gen áliti valnefndar og ráðgjafarfyrirtækis.

Dómurinn um að kosning í stjórnlaganefnd væri ólögleg virðist beinlínis hafa verið rangur enda átti niðurstaðan að standa skv lögum nema ástæða væri til að ætla að annmarkarnir hefðu haft áhrif á niðurstöðurnar. Svo var alls ekki.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband