Þarf Samkeppniseftirlitið ekki að koma hér að?

Víða finnast skrifstofur mannaðar opinberum starfsmönnum sem telja sig vita hvað sé hæfilegur fjöldi fyrirtækja á tilteknum markaði og jafnvel hvaða verð þau eiga að bjóða upp á. Stundum banna þeir samruna fyrirtækja, stundum hvetja þeir til þess að fyrirtækjum sé sundrað. Þeir geta ekki þvingað fjárfesta til að koma inn á markað en þeir geta haldið þeim sem fyrir eru í gíslingu og bundið bæði hendur þeirra og fé í taprekstri og sóun verðmæta.

Nú verða flugfélögin sem fljúga leiðina Keflavík-Kaupamannahöfn þrjú talsins. SAS mun sennilega reyna að afla sér markaðshlutdeildar með því að bjóða verð sem standa tæplega undir kostnaði. Önnur munu þá þurfa að gefa eftir hagnað sinn til að mæta þeirri samkeppni. Kannski verður einhver undir en viðbúið er að einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað.

Þetta er fullkomlega eðlilegt og hluti af frjálsum markaði. Svarið er því nei, hér er ekkert verkefni fyrir Samkeppniseftirlitið og raunar mætti leggja það niður án þess að nokkur yrði verr staddur, nema e.t.v. opinberir starfsmenn sem missa störf sín. 


mbl.is SAS með daglegt flug til Kaupmannahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband