Páfi hoppar á samskiptatækni hins frjálsa markaðar

Páfinn er þekktur fyrir það að meðal annars bölsóttast út í hinn frjálsa markað. Þar sér hann ekkert nema eigingirni, græðgi, misskiptingu og kúgun. Það er miður. 

Það er þá viss huggun í því að hann segi eitt en geri annað og taki í notkun hina ýmsu samskiptamiðla hins frjálsa markaðar til að koma boðskap sínum áfram og minna á tilvist sína.

Með nokkrum snertingum á snjallsímanum sínum getur páfi nú komið skilaboðum til milljóna fylgjenda á augabragði. Hann þarf ekki lengur að nota póstþjónustu hins opinbera eða senda út fréttatilkynningar til gamaldags fjölmiðla. Nei, á sama hátt og tveir unglingar skiptast á nektarmyndum yfir hálfan hnöttinn getur páfi nú boðað fagnaðarerindið milliliðalaust. 

Það er jú líka svo að hin kaþólska kirkja hefur, sögulega séð, ekki alltaf látið gangverk hins frjálsa markaðar standa í hálsinum á sér. Raunar hefur því verið haldið fram að "market economics is not contradicted by binding Catholic teaching but rather supported by it". Kannski páfi þurfi að kynna sér skrif fyrri páfa til að átta sig á því.

Páfa býð ég velkominn á Instagram og Twitter og þótt ég muni ekki fylgjast með honum þar (frekar en svo mörgum öðrum) þá vona ég að hann nái markmiðum sínum með notkun þessara samskiptamiðla. 


mbl.is Páfi mættur á Instagram og setti met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband