Laugardagur, 19. mars 2016
Rafbílar flytja mengun frá ríkum til fátækra
Rafbílavæðingin svokallaða er að mörgu leyti ágæt. Rafbílar blása ekki sóti og ögnum yfir fólk og götur þar sem þeir eru keyrðir. Þeir eru hljóðlátir. En þar með er ekki öll sagan sögð.
Enn þarf að framleiða orkuna sem rafbílarnir nota. Þetta rafmagn er yfirleitt framleitt í stórum orkuverum fjarri götunum sem rafbílarnir keyra frá. Í sumum tilvikum er sú orka framleidd í löndum eða á svæðum þar sem mengun er frekar umborin en í stórborgunum þar sem rafbílafólkið á heima. Mengunin er því bara færð til - færð frá svæðum ríka fólksins til svæða fátæka fólksins.
Rafgeymar rafbílanna eru svo kafli út af fyrir sig. Þeir innihalda sjaldgæfa málma og önnur efni sem rjúka nú upp í verði á heimsmarkaði. Þeir innihalda líka allskyns efni sem eru beinlínis eitruð og er erfitt að losna við eða endurvinna.
Ég vona að það takist að venja heiminn af olíu og gasi og finna eitthvað snyrtilegra sem er engu síður meðfærilegt og sem um leið breytir því valdajafnvægi í heiminum sem olían styður við. Rafbílar eru kannski nauðsynlegur hvati í því samhengi. En rafbílarnir eru ekki eintóm blessun.
Bylting í dönskum bílasamgöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi gagnrýni á alls ekki við íslenskar aðstæður, sem betur fer.
Ómar Ragnarsson, 19.3.2016 kl. 12:00
Hvað orkuöflun varðar þá er það rétt að hún er ekkert vandamál á Íslandi. Kjarnorkuver gætu líka leyst orkuöflunarvandræði margra ríkja.
Batteríin eru, í mínu höfði, örlítið snúnara mál. Hún dugir einfaldlega ekki til lengdar þessi tækni sem við búum yfir núna. Kannski mun stærri markaður fyrir rafbíla hvetja til betri lausna hérna. Ekki kæri ég mig um að keyra með fljótandi og eldfimt eldsneyti sem tekur hálft farangursrýmið. Tíminn mun leiða það í ljós.
Geir Ágústsson, 20.3.2016 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.