Mánudagur, 29. febrúar 2016
Málfrelsið nær bara til viðtekinna skoðana
Ekki má tjá sig um hvað sem er, jafnvel ekki skoðunum sem byggjast á friðsamlegri andúð við ýmislegt í samfélaginu. Ef það gerist er skoðanalögreglan mætt á svæðið til að krefjast atvinnuleysis og útskúfunar.
Halda menn að þar með sé umburðarlyndi aukið? Eða óæskilegar skoðanir (að mati sumra) kæfðar?
Nei, það sem gerist er að skoðanir fara í felur og í lokaða hópa og þar fá þær að skjóta djúpum rótum og smita laumulega út frá sér. Þannig mæta þær minnstri mótstöðu og ná mestri útbreiðslu.
Skoðanalögreglan er sinn versti óvinur því hún vinnur óbeint að því að virðingin fyrir henni verður lítil sem engin. Pólitískur rétttrúnaður fæðir beinlínis af sér og styrkir þær skoðanir sem honum er stefnt gegn.
Ég segi við rasista, hommahatara og útlendingahatara heimsins: Þið hafið sigrað umræðuna! Því miður ...
Félagsráðgjafanema vikið úr skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um hvaða rasista ertu að tala, Geir minn, um hvaða hommahatara og um hvaða útlendingahatara? Ég geri ráð fyrir, að allt þetta sé til, jafnvel hér á Íslandi, og viltu þá ekki fylgja orðum þínum eftir með því að benda á viðkomandi?
Jón Valur Jensson, 29.2.2016 kl. 23:25
Annars fannst mér pistillinn prýðilegur, ég ætlaði að fara að Facebókar-læka hann, þar til ég sá þarna síðast, að þessar upplýsingar vantaði.
Jón Valur Jensson, 29.2.2016 kl. 23:28
"Skoðanalögreglan" nýtur einnig málfrelsis. Málfrelsi þýðir ekki að bannað sé að gagnrýna það sem sagt er. Og málfrelsinu, eins og öllu frelsi, fylgir ábyrgð.
Rasistar, hommahatarar og útlendingahatarar heimsins hafa ekki sigrað þó þolinmæði þín sé lítil og árangur ekki sjáanlegur frá degi til dags. Það sem voru almenn viðhorf fyrir 50 árum síðan er nú haldið á lofti af fámennum en háværum hópi rugludalla. Dropinn holar steininn.
Vagn (IP-tala skráð) 1.3.2016 kl. 01:45
Jón,
Hvernig á ég að benda á einhvern sem heldur skoðunum sínum kyrfilega innan lokaðs hóps og breiðir út í samræðum sem er ekki hægt að rekja skriflega til viðkomandi?
Lof mér svo að árétta: Ég er ekki á móti neinum sem hefur tilteknar skoðanir og kemur þeim á framfæri með friðsamlegum hætti (hvort sem það er skriflega er munnlega). Það er bara miður að eingöngu tilteknar skoðanir fái að heyrast. Sjálfur held ég því t.d. skriflega fram - hér og nú - að Afríkumanni megi ekki borga mánaðarlaun því þá sérðu hann ekki aftur á vinnustaðnum fyrr en mánuði seinna þegar hann er búinn að eyða hverri krónu, er orðinn blankur aftur og sér sér fært að mæta aftur í vinnuna. Þessa skoðun byggi ég eingöngu á reynslu annarra og er ekki að fara láta á hana reyna á eigin kostnað af einskærum ótta við vonbrigði þegar tilraunin mistekst. Hér má sennilega kalla mig bæði rasista og fordómafullan en um leið er skoðunin afskaplega friðsamleg og felur ekki í sér neitt ofbeldi. Ég kýs samt að halda skoðanaskiptum um þetta mál utan opinberrar umræðu. Fyrir vikið fær hún litla viðspyrnu frá opinberri umræðu.
(Nú er viðbúið að einhver fræðimaðurinn klippi þennan texta út og setji í einhverja háskólaritgerð, en gott og vel ég geri fóðra hér skoðanalögregluna gjarnan.)
Vagn,
Ég hvet þig til að hlera opinskáar umræður, t.d. hóps karlmanna sem sitja að sumbli, og heyra hversu vel skoðanalögreglunni hefur orðið ágengt.
Geir Ágústsson, 1.3.2016 kl. 05:16
Nú eru margir innflytjendaskeptískir stjórnmálaflokkar á blússandi uppleið víða um heim (Donald Trump má alveg telja hér með). Þetta virðist koma mörgum í gjörsamlega opna skjöldu. Óskiljanlegt! Úr takti við tímann! Koma eins og þruma úr heiðskýru lofti!
Nei. Þess konar fjöldahreyfingar hafa verið að spretta hægt og rólega út úr gremju og skoðanaskiptum sem fær aldrei að líta dagsins ljós. Þessir flokkar sópa síðan auðveldlega til sín 10-30% fylgi og allir eru steinhissa. Af hverju eru allir steinhissa? Jú af því umræðan sem leiddi til stofnunar þessara hreyfinga fór ekki fram á opinberum vettvangi en er engu að síður mjög lífleg og raunveruleg.
Geir Ágústsson, 1.3.2016 kl. 05:20
Sæll.
Þetta er í raun stórfrétt. Stöðugt er vegið að málfrelsinu vegna viðkvæmni einstakra hópa.
Ef ég vil vera svo vitlaus að vera í nöp við t.d. konur á ég að mega vera vitlaus í friði, þó ég telji þær kannski vitlausar og leiðinlegar. Það er mín skoðun og ég á að fá að hafa hana í friði. Um leið og ég fer að hafa í hótunum eða gera mig líklegan til að beita ofbeldi á að grípa í taumana. Heimska er og verður að vera lögleg - öfugt við ofbeldi og ofbeldishótanir.
Eins og Geir ýjar að eru svona aðgerðir yfirvalda ekki ókeypis. Mig grunar að það sé nokkuð stór hópur sem er sammála þessum félagsráðgjafanema og innan þess hóps mun þessi aðgerð draga mjög úr virðingu við stjórnendur þessa skóla. Margir sem eru ósammála skoðunum þessa nema en finnst tjáningarfrelsi afar mikilvægt munu sennilega sneiða hjá þessum skóla.
Ég held að Jón Valur sé að misskilja orð Geirs.
Helgi (IP-tala skráð) 1.3.2016 kl. 07:04
Ég held að kristið fólk sé samt eina fólkið sem yrði rekið úr vinnu eða skóla útaf einhverju svona. Margir kennarar á Íslandi hafa opinberað mjög mikla fordóma og fyrirlitningu á kristinni trú, samt komast foreldrar ekkert upp með annað en að senda kristin börn til þeirra í kennslu, og sama gildir um allskonar önnur dæmi. Það eru margir sem fara mikinn á kommentakerfum og ausa út svona viðurkenndum pc-fordómum (sem ég er sjálf sammála uppað vissu marki) en mér bregður svo hrikalega við þegar þau segjast svo vera kennarar og hvaðeina, ef þau væru kristin og töluðu svona þá yrðu þau pottþétt fyrir ofsóknum og myndu líklega missa vinnuna. Mér bregður af því að þetta er svo sýnilegt, og svo ranglátt í eðli sínu. En þau þurfa ekkert að óttast, ekki frekar en múslimar sem viðurkenna og stunda jafnvel allskonar kven- og samkynhneygðarfyrirlitningu. Það er bara einn viðurkenndur blóraböggull þegar kemur að svona málum. Ég get alveg séð þörfina á að grisja stundum skaðvalda útúr viðkvæmum hópum, en þá á jafnt yfir alla að ganga.
halkatla, 1.3.2016 kl. 12:39
halkatla hreinskilin sem fyrri daginn!
En þakka þér svarið til mín, Geir.
Jón Valur Jensson, 1.3.2016 kl. 19:28
Vitlaus var vefslóðin. Þessi er vonandi rétt:
https://www.krist.blog.is/blog/krist/entry/2167077/#comments
Jón Valur Jensson, 1.3.2016 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.