Miðvikudagur, 17. febrúar 2016
Þjóðmál á vefnum
Margir (og vonandi flestir) kannast við tímaritið Þjóðmál sem kemur út fjórum sinnum á ári og hefur gert síðan 2005. Þar er lögð áhersla á vandaða umfjöllun um þjóðmál og er slagsíðan frekar höfð nær frjálshyggju en sósíalisma.
Nýlega tók Óli Björn Kárason við ritstjórn tímaritsins og hefur nú komið upp mjög flottri og aðgengilegri vefsíðu fyrir tímaritið sem ég mæli með að sem flestir heimsæki sem oftast:
Þessi vettvangur er ágæt tilbreyting frá allri vinstrisinnuðu drullunni sem vellur út úr flestum öðrum fjölmiðlum (vitaskuld að undanskildum Vefþjóðviljanum og að mestu leyti Viðskiptablaðinu).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.