Mánudagur, 15. febrúar 2016
Hjúkrunarfræðingar geta meira en þeir mega
Nú kemur það væntanlega engum á óvart þegar ég bendi á að fyrirkomulag ríkiseinokunar er um leið fyrirkomulag sóunar á fé, hæfileikum og tíma bæði starfsmanna og skjólstæðinga.
Hjúkrunarfræðingar geta gert töluvert meira en þeim er leyft. Nú ætla ég ekki endilega að vísa til Íslands þar sem ég er ekki viss um fyrirkomulagið þar en víða þurfa hjúkrunarfræðingar að takmarka starfssvið sitt innan þröngra ramma. Ástæðan er sú að læknar krefjast þess því þeir vilja tryggja að eftirspurn eftir þeim sé nægilega mikil svo þeir geti samið um hærri laun.
Þessum þröngu römmum er fylgt strangt eftir og hjúkrunarfræðingar geta með engu móti fengið að spreyta sig á því sem læknar hafa frátekið fyrir sjálfa sig.
Þetta er allt í senn sóun á hæfileikum hjúkrunarfræðinga, letjandi fyrir þá og röng notkun á sérhæfðri þekkingu læknanna sem að auki kosta meira en þeir þyrftu.
Í þau fáu skipti sem ég hef farið á íslenska heilsugæslu hefur mér alltaf mætt læknir. Yfirleitt hefur samt þörf mín ekki verið umfram það sem hjúkrunarfræðingur hefði geta sinnt. Þeir sem betur þekkja til íslenska kerfisins geta kannski frætt mig um hvort það hafi verið tilviljun eða ekki.
Í Danmörku er þetta þveröfugt: Ég tala sjaldnast við lækni nema ef hjúkrunarfræðingur hefur talið þörf á því.
Nú ríkir vissulega ríkiseinokun á heilbrigðisþjónustu í báðum löndum (nema hvað Danmörk fylgir norræna módelinu og leyfir umfangsmikla aðkomu einkaaðila að heilsugæslu) en samanburðurinn er áhugaverður engu að síður.
Sækja í flugfreyjustarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem er kaldhæðnislegt við sósíalismann er að hann er í rauninni mjög anti-social stefna.
Refsarinn (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.