Sunnudagur, 14. febrúar 2016
Enn einn ríkisbankinn
Íslenska ríkið rekur nú þegar tvo banka sem tapa fé skattgreiðenda í stórum stíl: Íbúðalánasjóð og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þeim síðarnefnda er reyndar ætlað að tapa fé ári en þeim fyrrnefnda ekki.
Landsbankinn skilar hagnaði. Kannski væri ráð að sameina alla þessa þrjá banka í einn. Sá banki gæti þá tapað á sumu en grætt á öðru en fyrst og fremst haldið rekstri sínum utan við pyngju skattgreiðenda. Svo væri hægt að einkavæða allt heila klabbið þegar rétt pólitískt andrúmsloft myndast.
Landsbankinn verði samfélagsbanki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í sjálfu sér væri hægt að sameina þessar þrjár stofnanir. Reyndar er einungis ein þeirra banki, hinar tvær lánastofnanir. Lánastofnun og banki er ekki eitt og hið sama og skýrir kannski mun á hagnaði.
En í sjálfu sér má sameina þessar stofnanir og láta innlánastarfsemi og aðra þá starfsemi sem ekki telst útlán, greiða niður tap á útlánum íbúðalánasjóðs og Lín.
En ef slíkt verður gert þarf um leið að tryggja að Landsbankinn verði ætíð í eigu þjóðarinnar, að hann verði aldrei einkavæddur.
Við þekkjum vel hvað skeður þegar bankastofnun er einkavædd. Þá er hagnaðarvonin komin efst á blað. Þannig var þetta fyrir hrun og á þeim tíma var vonlaust fyrir fólk á landsbyggðinni að ganga inn í einkarekinn banka til að fá lán til húsnæðiskaupa. Fyrir það fólk var íbúðalánasjóður eini kosturinn.
Það má með sterkum rökum einnig telja að ef lán til menntunnar færast einnig undir einkarekna banka, muni verða erfitt fyrir námsmenn að fá lán, að þá muni markaðshyggjan ráða útlánum í þann málaflokk einnig.
Menn hafa talað mikið um svokallaða samfélagsbanka undanfarið, þó fæstir geti skilgreint það hugtak. Eitt af þeim verkefnum sem gæti tilheyrt slíkum samfélagsbanka er að tryggja öllum aðgang að lánum, hvar sem þeir búa, svo framarlega að veð séu til staðar. Þessi skylda er ekki á einkabönkum og það sást vel fyrir hrun. Annað verkefni samfélagsbanka gæti verið að tryggja öllu námsfólki sama rétt til námslána, sama hvert hugur þess liggur á menntabrautinni.
Því gæti það verið góð lausn að sameina þær stofnanir sem hingað til hafa verið nýttar til þessara samfélagsverkefna við Landsbankann. En þá verður líka að skilgreina hann sem samfélagsbanka og tryggja að hann muni aldrei verða gerður að markaðsbanka, í eigu einkaaðila.
Gunnar Heiðarsson, 14.2.2016 kl. 12:32
Hagnaðarvon bankanna er ekki slæm út af fyrir sig. Hún er slæm því kerfið er þannig skrúfað saman að:
- Ef banki tekur mikla áhættu og græðir þá heldur hann gróðanum
- Ef hann tekur mikla áhættu og tapar þá lendir tapið á skattgreiðendum
Hið sama gildir raunar um ÍLS.
Svona fyrirkomuleg er mjög sjaldgæft. Ekki gildir það um Haga, Olís eða fatahreinsunina í hverfinu þínu. Af hverju njóta bankar þessarar sérstöðu?
Geir Ágústsson, 15.2.2016 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.