Raforkuframleiðsla er ekkert vandamál

Menn kunna nú orðið að framleiða rafmagn með mjög fjölbreyttum hætti. Í raun er offramboð á rafmagni. Olíuframleiðsla er í hæstu hæðum, menn reisa vindmyllur og sólarorkuver á kostnað skattgreiðenda, vatnsföll má víða virkja, strauma sjávar er hægt að virkja, kjarnorku er hægt að beisla og svona má lengi telja. Raforkuframleiðsla er ekkert vandamál.

Vandamálið er geymsla þess. Dreifikerfi þola ekki óheflaðar sveiflur. Ekki er víst að vindar blásir þegar fólk þarf á vindorkunni að halda eða að sólin skíni þegar sólarorkunnar er þörf. 

Hérna hefur olían enn sem komið er gríðarlega sérstöðu. Hana er auðvelt að geyma og flytja á milli. Orkuþéttleiki hennar er mikill svo ekki þarf mikið magn til að framleiða mikla orku og gera það þegar orkunnar er þörf. Olían er líka ódýr og verður það um ókomin ár. Enn eru nýjar lindir að finnast og tækninni fleygir fram svo nú sækja menn olíu á næstum því 3000 metra dýpi úr borholum sem eru a.m.k. jafnlangar undir sjávarbotninum. 

Olían hefur samt þann gríðarlega ókost að finnast í miklu magni undir landi þar sem ríkir pólitískur óstöðugleiki. Ef olíuna væri ekki að finna í svona miklu magni undir Miðausturlöndum vissum við sennilega varla að þessi heimshluti fyndist frekar en við höfum eyðimerkur Afríku í huga frá degi til dags. Olían er eldsneyti öfgamanna sem vilja leggja heiminn undir sig með vopnavaldi og trúarofstæki.

Það er af þeirri ástæðu sem ég vona að menn finni bráðum upp geymsluaðferð sem jafnast á við olíuna hvað varðar meðfærileika og orkuþéttleika. Kannski ættu menn ekki að leika sér með kjarnasamruna. Kannski má breyta vindorku í olíu með því að þjappa saman lífrænum úrgangi! Væri það ekki alveg frábært? 

Stjórnmálamenn eru hérna úti að aka eins og oft áður. Þeir hafa fundið nýtt gæluverkefni í baráttu gegn olíu og jafnvel gasi. Um leið gleymist að skítug kolin eru bæði vinsælli og verri en olían og gasið því þau eyðileggja allt umhverfi kolasótsins sem og heilsu manna og dýra og plantna. 

Stjórnmálamenn eiga ekki eftir að leysa orkuvandamál heimsins. Þeir flækjast fyrir slíkum lausnum. 


mbl.is Kjarnasamrunatilraun gekk að óskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband