Auðleystur vandi

Nú liggur fyrir að enn eigi að skera niður í rekstri leikskóla í Reykjavík. Ekki sé ég að í staðinn sé opnað á aukinn einkarekstur eða aukna kostnaðarþátttöku foreldra þótt þannig með bæði sópa eitthvað af barnagæslunni ofan af opinberri framfærslu (svo meira fé sé eftir fyrir hina sem nýta sér opinberu þjónustuna) og draga fé inn í leikskólastarfið í heild sinni.

Hvað um það. Það verður enginn hægðarleikur að eiga við þennan niðurskurð en ég er með hugmynd: Allir leikskólakrakkar hittist á hverjum morgni fyrir framan tugmilljónkróna Erró-listaverkið í Breiðholti og dáist að því svo klukkutímum skiptir. Í næsta nágrenni er Bónus-verslun þar sem ódýrt er að versla mat og drykki ofan í krakkana og nóg af skjólsælum stöðum á milli háhýsanna ef veður er slæmt. 


mbl.is Gætu þurft að stytta opnunartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Too many chiefs and not enough Indians :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 16:57

2 identicon

Ámeðan skorið er niður á leikskólum, er verið að ausa milljónum í leigu á aðstöðu fyrir listamenn. Hvernig væri að skilgreina leikskóla sem menningarstofnanir, þá verður örugglega hætt við niðurskurðinn. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 21:19

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Pétur D. - frábær hugmynd!

Það mætti kannski nýta eitthvað af húsnæði leikskólanna fyrir listamenn á opinberri framfærslu sem vantar aðstöðu. Slíkir einstaklingar geta ekki brauðfætt sig án aðstoðar annarra og minna því á leikskólabörn hvort eð er. Í stað þess að mála furðulegar myndir á striga geta þeir málað leikskólatækin. Í stað þess að teikna einhvern hroðbjóð sem enginn hefur áhuga á geta þeir teiknað með börnunum. Í stað þess að framkvæma "gjörninga" fyrir tómu húsi geta þeir sprellað með börnunum á leiksvæðinu. 

Ég sé marga möguleika hérna. 

Geir Ágústsson, 4.2.2016 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband