Neytendastofa leggi dagsektir á Siglufjörð

Það er með öllu ótækt að tvö götuheiti á Íslandi séu næstum því eins. Neytendastofa ætti hér að fylgja eftir baráttu sinni gegn því að eitthvað tvennt heiti svipuðum nöfnum og leggja dagsektir á Siglufjörð. 


mbl.is Þar munaði um r-ið!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á Siglufirði má líka finna götunöfnin Lindargata, Suðurgata, Lækjargata, Hverfisgata, Túngata, Tjarnargata, Ránargata og Mjóstræti.

Það er verk fyrir hændum hjá samkeppnisráði að koma skikki á það. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2016 kl. 05:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Neytendastofu, vildi ég segja. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2016 kl. 05:44

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er það ekki á hinn veginn ? Að það eigi að leggja dagsektir á Reykjavík?

Jósef Smári Ásmundsson, 2.2.2016 kl. 06:25

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Aðalatriðið er að her opinberra starfsmanna hafi eitthvað að gera og fjármagni svo eigið sníkjulífi með dagsektum á einhvern. Hvort þeir sjúgi blóðið úr handlegg eða fótlegg er aukaatriði. 

Geir Ágústsson, 2.2.2016 kl. 07:52

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

...og Reykjavík líka, fyrir að vera með Selás, sem er gata á Egilsstöðum síðan um 1950....

Kveðja að austan

Benedikt V. Warén, 2.2.2016 kl. 10:15

6 identicon

Þér finnst það semsagt ámælisvert að eignir manna (vörumerki) séu varin? Er fleira sem þér finnst allt í lagi að stela?

ls (IP-tala skráð) 2.2.2016 kl. 11:34

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Nú er ekkert tilvik um að einhver sé að setja svartan matarlit í vatn og selja sem "Coca Cola" - bara að "Loft Bar" og "Loftið" - tveir staðir með tvö ólík nöfn (já, ólík nöfn) - eru að fylla vasa lögfræðinga af seðlum og siga yfirvaldinu á hvorn annan til að reyna losna við samkeppni í gegnum þvinganir. 

Geir Ágústsson, 2.2.2016 kl. 14:18

8 Smámynd: Geir Ágústsson

En svona til gamans:

Nú vona ég að enginn villist inn á síðu SAS.com til að reyna kaupa flugmiða hjá Scandinavian Airlines (SAS). Til að kaupa flugmiðana er hægt að fara á SAS.dk eða flySAS.com og það held ég líka að flestir sem vilja fljúga með SAS geri. Hinir, sem vilja kaupa hugbúnað hjá Statistical Analysis System (SAS), geta heimsótt SAS.com. 

Þess má geta að SAS sem á SAS.com er stofnað 1976 á meðan SAS sem á flySAS.com var stofnað 1946.

Nú er að vona að hvorki viðskiptavinir Loft Bar né Loftsins ætli sér að fljúga í Evrópu á næstunni. Þeir gætu endað með hugbúnað í stað flugmiða!

Geir Ágústsson, 2.2.2016 kl. 14:23

9 identicon

Þú ert s.s. að ganrýna niðurstöðu stjórnvaldsins í þessu tiltekna máli en ekki tilveru stjórnvaldsins sem slíka, eins og annars mætti skilja af orðum þínum hingað til.

ps. mér er slétt sama um þetta tiltekna mál. 

ls (IP-tala skráð) 2.2.2016 kl. 15:19

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Bæði.

Geir Ágústsson, 2.2.2016 kl. 16:55

11 identicon

Það má s.s. stela vörumerkjum.

ls (IP-tala skráð) 2.2.2016 kl. 17:03

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Nú veit ég ekki að hverju þú hallast á stjórnmálakortinu en óháð því þá færðu mig til að rifja upp litla tilvitnun:

"Socialism, like the ancient ideas from which it springs, confuses the distinction between government and society. As a result of this, every time we object to a thing being done by government, the socialists conclude that we object to its being done at all. We disapprove of state education. Then the socialists say that we are opposed to any education. We object to a state religion. Then the socialists say that we want no religion at all. We object to a state-enforced equality. Then they say that we are against equality. And so on, and so on. It is as if the socialists were to accuse us of not wanting persons to eat because we do not want the state to raise grain."


(Úr bókinni Lögin eftir Bastiat, aðgengileg hér)

Svo nei, það má ekki "stela vörumerkjum" en ríkisvaldið getur hérna haldið sig við að starfrækja dómstóla (í bili) en ekki opinbera stofnun sem fyrirtæki geta notað til að flengja keppinauta sína með á kostnað skattgreiðenda. 

Geir Ágústsson, 2.2.2016 kl. 20:20

13 identicon

Dómstólar eru líka opinber stofnun og ef eitthvað er, dýrari og seinvirkari (og ekki alltaf allir sammála niðurstöðunni).

Það sem kemur mér hins vegar á óvart er að þú skulir a)falla á rökræðuprófinu með því að reyna að dreifa umræðunni og fara að ímynda þér eitthvað um stjórnmálaskoðanir mínar (þetta heitir að gera hinum upp skoðanir og hrekja þær svo á sannfærandi hátt og 'sigra' þannig) b)ekki benda á eðlismuninn á að verja eignarrétt þess sem á vörumerkið og að verja neitandann fyrir vörusvikum (það er hægt að setja fram ágætis rök fyrir hvorutveggja)

Hafðu það annars bara gott þarna í Danmörku.

ls

ls (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 09:55

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Is,

Ég er andstæðingur ríkisvaldsins sem fyrirbæris, hugmyndar og valds. Munurinn á ríkisvaldi og mafíu er sá að hið fyrrnefnda er talið löglegt og siðlegt en hið síðara ekki. Hið sameiginlega með hvoru tveggja að almennir og friðsamir borgarar hlýða því annars er þeim hótað líkamlegu ofbeldi. 

Þú gafst til kynna að úr því ég hæðist að ríkisstofnun sem ætlar sér að vernda vörumerki þá sé ég á móti slíkri vernd, en svo er ekki. 

Hafðu það sem allrabest. 

Geir Ágústsson, 3.2.2016 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband