Ríkisvaldið sem öllu ræður

Sú helgistaða sem ríkisvaldið hefur í hugum margra er eilíf uppspretta vandræða og átaka. 

Hún er vinsæl sú skoðun að telja það sem er löglegt um leið það sem er siðlegt. Það sem ríkisvaldið bannar verður ósiðlegt. Það sem ríkisvaldið leyfir er siðlegt.

Þannig er til dæmis áfengi löglegt og því telja margir vera óhætt að neyta þess. Fíkniefni eru hins vegar ólögleg og þar með forðast margir neyslu þeirra og sýna þeim sem velja öðruvísi lítið umburðarlyndi.

Í mörgum löndum setur ríkisvaldið sig ekki upp á móti samkynhneigð og leyfir samkynhneigðum að gera það sama og gagnkynhneigðir. Í öðrum ekki. Fólk leitar til ríkisvaldsins til að úrskurða um það hvað má og hvað má ekki. Sá sem brýtur boðorð hins opinbera verður glæpamaður og má svipta frelsi.

Þessu væri öðruvísi farið ef ríkisvaldið væri afstöðulaust gagnvart fleiri málum. Ríkisvaldið hefði hreinlega engin lög sem fjalla um samkynhneigð, svo dæmi sé tekið. Ættleiðingar samkynhneigðra væru þá bara spurning um samkomulag milli ættleiðingarstofa og þeirra sem vilja ættleiða. Enginn þyrfti að herja á þingmenn til að breyta lögum eða skrifa sérstaklega inn í lögin að samkynhneigðir njóti hér sömu réttinda og aðrir. Engin slík lög væri að finna!

Fólk gæti ekki haldið mótmæli fyrir utan þinghús. Slík mótmæli yrðu að dreifast þunnt fyrir utan dyr allra ættleiðingarstofa sem bjóða samkynhneigða velkomna.

Allskyns vandræði minnihlutahópa, trúarhópa og lífsstílshópa stafa af því að ríkisvaldið tekur sérstaka afstöðu í málum þeim tengdum. Afstöðuleysi hins opinbera er mun friðsælli lausn en barningur í þinghúsum.  


mbl.is Mótmæltu réttindum samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband