Þar sem konur eru skepnur

Í sumum menningarheimum er karlmönnum kennt að konur eigi að vera auðmjúkir þjónar þeirra og jafnvel hálfgerðar skepnur sem eiga engu að ráða. Þar getur 10 ára strákur þess vegna haft forræði yfir eigin móður, og ef faðirinn er ekki heima þá er hann jafnvel allsráðandi á heimilinu. 

Ekki ætla ég tengja svona hugarfar við ákveðin trúarbrögð (til að særa ekki tilfinningar þeirra sem bera meiri umhyggju fyrir menningarheimum annarra en Vesturlanda). Það virðist samt augljóst að menningarheimar sem boða kúgun kvenna eru miklu frekar á svæðum sumra trúarbragða en annarra. 

Norðmenn reyna nú að kenna aðfluttum karlmönnum að konur eru ekki skepnur, að þær séu ekki eign karlmanna, að þær eigi ekki skilið að láta nauðga sér og að frjálslyndi og jafnrétti séu hin viðteknu gildi. Gangi þeim vel!

Norðmenn hitta hérna naglann á höfuðið að hluta. Ef þeir ætla að hleypa þúsundum einstaklinga inn sem hafa lært í uppvexti sínum að líta á kvenfólk sömu augum og skepnur þá þarf að kenna þeim að hugsa þá lífsskoðun upp á nýtt.

Norðmenn eiga hins vegar langt í land. Í Danmörku, þar sem ég bý, hef ég heyrt margar sögur um fjölskyldulíf þar sem konan er vel pökkuð inn og notuð eins og þjónn. Þetta blasir líka víða við. Konan fær ekki að vinna eða keyra. Hennar hlutverk er að vera heima og sjá um börnin og eyða deginum með öðrum konum í sömu sporum. Karlarnir vinna og skemmta sér. Þeir yngri sofa hjá dönskum stelpum og kaupa dýra bíla. Yngri konur ekki. Ef þær sjást með dönskum karlmönnum stofna þær lífi sínu og karlmannanna í voða. Þetta eru ekki glænýir innflytjendur, nýkomnir frá upprunalandinu. Þetta eru börn eða barnabörn innflytjenda, eða það sem Danir kalla innflytjendur af annarri og þriðju kynslóð. 

En sem sagt, gangi Norðmönnum sem best í viðleitni sinni!


mbl.is Senda hælisleitendur á námskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú ómögulega kyngt því að Noregur með Jens Stoltenberg í broddi fylkingar ætli að fara að predika siðferði yfir hælisleitendum.  Ég er nokkuð viss um það að Noregur á eftir að læra nokkrar harðar lexíur í nánustu framtíð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 09:52

2 identicon

Islam er ekki  EKKI kynþáttur og EKKI trúarbrögð. þetta er pólitísk helfararstefna úr helvíti. það á að vísa hverjum einasta af þessum múslimum aftur til síns heima. þar geta þeir hegðað sér að vild og drepið hvorn annan í friði fyrir okkur.

ólafur (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 15:49

3 identicon

Hverjir ætli kenni svo á námskeiðunum?  Kannski leftliberal konur með félagsfræðimenntun.  Aðilar sem múslimarnir fyrirlíta á öllum levelum.

Gangi þeim vel að temja dýrin.

ocram (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 17:41

4 identicon

Sæll.

Áhugaverðar hugleiðingar. Samt nefnir þú ekki það sem kannski mestu máli skiptir og það er að málfrelsi og ákveðin trúarbrögð fara ekki saman:

https://www.youtube.com/watch?v=oW193f1LiKw

Svo er alveg sérkapítuli út af fyrir sig hvernig komið er fram við konur:

https://www.youtube.com/watch?v=t1AIeGqqATM

Ég óttast mjög að innan ekki svo margra ára komi til borgarastyrjaldar í einu eða fleiri Evrópulanda. Margir eru mjög ósáttir við þær breytingar sem sumir eru að koma. Þessir innflytjendur eru líka margir ekkert á þeim buxunum að vinna og kjósa frekar að vera á kerfinu. Vandamálin á Norðurlöndum eru ekkert miðað við stöðuna sunnar í álfunni :-(

Þetta endar illa, bara spurning hvenær :-( 

Helgi (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband