Borgin vanrækir ekki-lögbundið verkefni

Engin lagakvöð er á sveitarfélögum að sjá um sorphirðu og förgun (þótt ákveðnar kröfur séu gerður um að sveitarfélög sjái til þess að sorphirða og förgun fari fram eins og ég skil það). Raunar starfa einkafyrirtæki víða við þessa iðju og gengur þokkalega. Sveitarfélög geta hæglega boðið þetta verkefni út og verið þar með viss um að íbúarnir fái þessa þjónustu á markaðskjörum og að henni sé sinnt af áköfum einkaaðilum.

Reykjavíkurborg, meðal örfárra annarra sveitarfélaga, hefur sjálf ákveðið að sorphirða eigi að vera á vegum fyrirtækis í hennar eigu. Borgin situr svo báðum megin við borðið þegar kemur að því að ákveða hvaða aðilar megi taka þessa þjónustu að sér. Hún getur með öðrum orðum ráðið því hverjir fá aðgang að markaði sorphirðu í Reykjavík og farið í samkeppni við sjálfa sig. Það má skilja á ýmsum að ákveðinn skortur á skýrri löggjöf gefi tilefni til svona einkennilegs ástands. 

Núna ætlar Reykjavíkurborg að skera niður í sorphirðu en hækka kostnað vegna hennar. Tunnuflakkið heldur áfram - sumar tunnur stækka og aðrar minnka og fleiri bætast við. Fjöldi ruslabíla sem þarf til að sækja sorpið eykst því þeir geta ekki allir sótt allt sorpið. Hérna er Reykjavíkurborg að beita öllu sínu valdi til að gera það sem opinberir aðilar gera best: Eyða alltof miklu af annarra manna fé og eyða því í eitthvað allt annað en þörf er á.

Það má alveg furða sig á því hvernig reykvískur kjósendur geti verið svona dofnir og virðast ekki gera neinar kröfur til sveitarstjórnar sinnar. Rekstur borgarinnar er í molum og gildir það um allt: Fjármál hennar, viðhald, þrif, forgangsröðun og þjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Er því ekki nema von að einfaldur hlutur eins og að sækja sorp og moka því ofan í holu í jörðinni vefst fyrir borginni. 


mbl.is Hærri gjöld, minni þjónusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband