Föstudagur, 18. desember 2015
Ekki í lagi, eða hvað?
Úr frétt:
Stjórnvöld í Danmörku hafa verið ófeimin við að auglýsa þá staðreynd að flóttamenn eru minna en velkomnir en nú hafa þau til skoðunar nýtt frumvarp sem veitir yfirvöldum heimild til að leggja hald á verðmæti sem flóttamenn kunna að hafa í fórum sínum við komuna til landsins.
Nú má deila um það hvort þessi aðgerð stafi af því að flóttamenn séu "minna en velkomnir" en látum það liggja á milli hluta.
Það er ekki í lagi að leita á fólki og hirða af því verðmæti til að mæta hugsanlegum kostnaði vegna komu þess. Þannig virka raunar skattar: Maður er féflettur í hverjum mánuði því maður gæti lent á ríkisreknu sjúkrahúsi, gæti notað vegakerfi hins opinbera og gæti þurft að senda krakka í skóla sem nýtur opinberra styrkja.
Það sem væri í lagi væri að gera flóttamönnum og öðrum sem koma til landsins (líka íslenskum námsmönnum og öryrkjum sem fylla alla spjallþræði með spurningum um bætur og opinbera aðstoð) það ljóst að viðkomandi sé hugsanlega að fara nýta sér fé annarra í eigin þágu og að fyrir það þurfi að greiða (jafnvel fullt verð). Flóttamenn, námsmenn og aðrir fengju þá skriflegan samning í hendurnar sem segði eitthvað á þessa leið:
Fyrir þá þjónustu, varning eða húsnæði sem þú hyggst nýta þér á kostnað annarra verður innheimt og kostnaðurinn greiddur aftur til þeirra sem lögðu út. Fari það hins vegar svo að þú finnir vinnu þá greiðir þú bara af henni skatta eins og aðrir og færð sama rétt og aðrir til að nýta þér þá þjónustu sem skattarnr fjármagna fyrir almenna launamenn. Við gerum engar kröfur um að þú lærir eitthvað tungumál eða skiptir um trú á meðan þú fylgir landslögum og þessu samkomulagi.
Þetta gæti náð markmiðum um að takmarka ásókn í skattfé annarra en um leið hvatt þá sem til landsins koma til að standa á eigin fótum eins fljótt og hægt er.
Annars er það ekki mitt að segja hvað dönsk yfirvöld gera og gera ekki. Ég greiði skatta í þessu landi en get ekki kosið til þingsins. Ríkisvaldið getur gert hvað sem því sýnist enda nýtur það gríðarlegs stuðnings sem fyrirbæri. Best væri að losna við það og gera flutning á milli landa að einkamáli hvers og eins í samstarfi við aðra einstaklinga og fyrirtæki. Ölmusi héti þá ölmusi á meðan laun væru laun í stað þessa blandaða kerfis af útborguðum launum annars vegar og hins vegar sköttum sem ríkisvaldið getur gert hvað sem það vill við.
Vilja leggja hald á verðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:45 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er e.k. auðlegðarskattur. Góða fólkinu þykir þetta ekkert tiltökumál enda þarf einhver að halda uppi öllum möppudýrunum - fyrst og síðast.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.