Miđvikudagur, 16. desember 2015
" ... í samrćmi viđ óskir yfirstjórnar sjúkrahússins"
Einnig vilji minnihlutinn tryggja Landspítalanum fullnćgjandi fjármagn í samrćmi viđ óskir yfirstjórnar sjúkrahússins.
Ţetta er athyglisverđ ósk. Hún segir svo margt um ţađ hugarástand sem ríkir í kringum ríkisreksturinn. Ţar eru bara ákveđnar "ţarfir" sem eru fyrirfram ţekktar og ţarf einfaldlega bara ađ uppfylla međ fé úr vösum skattgreiđenda. Annars verđur hallarekstur eđa deildum er lokađ. Svona líka einfalt.
Úti í raunveruleikanum - ţar sem einkaađilar starfa - lítur máliđ öđruvísi viđ. Ţar eru vissulega ákveđnar ţarfir og óskir allra eru ađ nćgt fé fáist međ sölu á varning og ţjónustu til ađ fjármagna ţćr. En viti menn, ţađ er ekkert víst! Hvađ gerist ţá? Er deildum lokađ og ţjónustan skorin niđur auk ţess sem verđiđ er hćkkađ? Nei. Ţvert á móti ţarf fyrirtćkiđ núna ađ leggja enn meira á sig fyrir minna fé og jafnvel fćrra starfsfólk til ađ krćkja í aukin viđskipti. Allra leiđa er leitađ til ađ spara án ţess ađ ţađ bitni á ţjónustunni eđa flćmi viđskiptavinina í hendur samkeppnisađila. Starfsfólki er kennt nýjar leiđir til ađ nýta tćki og tól og eigin tíma. Yfirmönnum er sagt ađ finna leiđir til sparnađar og fjarlćgja allan óţarfa.
Á sama tíma ţarf ađ heilla viđskiptavinina og bjóđa betur en sá nćsti svo tekjurnar aukist.
Ţarfir og óskir stjórnenda eru vissulega til stađar en ţeir geta ekki bara rétt út höndina og ćtlast til ţess ađ einhver leggi fé í ţćr.
Ríkisreksturinn kemst upp međ ađ gera minna og minna fyrir meira og meira fé, út í hiđ óendanlega.
Ríkisvaldiđ á ekki ađ reka sjúkrahús frekar en önnur fyrirtćki eđa stofnanir. Ţađ er eins og ađ rétta unglingi bíllyklana og vodkapela og óska honum góđrar skemmtunar.
![]() |
Menn eru í algjörri sjálfheldu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Viđ skulum byrja á ţví ađ losa okkur viđ ÁTVR, RÚV og Ríkiskirkjuna áđur en viđ losum okkur viđ heilbrigđiskerfiđ.
Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 16.12.2015 kl. 11:46
Ríkiđ fann ekki upp heilbrigđiskerfiđ heldur ţvert á móti hernam ţađ á erfiđum tímum og neitar ađ sleppa aftur.
En jú pólitískt er sennilega betra ađ týna ávextina sem hanga lágt áđur en klifrađ er hćrra. En ţótt ţađ sé auđveldara ađ frelsa ţrćlana á annarri hendi en báđum ţá held ég samt áfram ađ berjast fyrir ţví ađ ţeir fái frelsi á báđum höndum.
Geir Ágústsson, 16.12.2015 kl. 13:05
Bankar og lífeyrissjóđir eru međ allt heila ólöglega og rćnda ríkisbatteríiđ í gíslingu. Ţađ er alvarleg stađreynd!
Lífeyrissjóđa-skrifstofan stjórnar meira ađ segja Tryggingarstofnun ríkisins. Og ţar af leiđandi svíkur Tryggingarstofnun ríkisins fjölda fólks um lögleg réttindi og siđmenntađa ţjónustu!
Ţađ er mjög mikilvćgt ađ fólk skilji ţetta alvarlega og óverjandi ástand hjá Tryggingarstofnun ríkisins.
Okurránshagnađur bankanna og lífeyrissjóđaskattpíningar er svo svimandi hár, ađ ekki er mögulegt fyrir nokkurn mann ađ skilja réttlćtanlegan óbreyttan tilverutilgang banka/lífeyrissjóđa, međ sömu áframhaldandi lögleysuna!
Hvers vegna sleppa gíslatöku-bankar/sjóđastofnanir alltaf viđ beinskeyttar spurningar og svör međ eftirfylgni í fréttafjölmiđlunum fjölmörgu í nútímasamfélagi?
Ţađ er ekki nóg ađ koma međ eina litla ritskođađa og fyrirframákveđna samkomulagsumrćđu, og gleyma svo öllu saman!
Ţađ er mikilvćg og ţörf vinna, ađ halda réttlćtanlegri og gagnlegri gagnrýni til streitu í öllum málum. Ţađ er í raun skilyrđis/undanbragđalaus skylda opinberra fjölmiđla og allra annarra, ađ gefa ekkert eftir í ađ komast til botns í löglausum raunveruleikanum. Til ađ verja heiđarleg fyrirtćki og almenning á réttlćtanlegan löglegan hátt. En ekki til ađ verja einhverjar lögbrjótandi risasvika-fjárglćfrastofnanir, (hverju nafni sem ţćr nefnast).
M.b.kv.
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 16.12.2015 kl. 20:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.